Samvinnan - 01.10.1971, Side 30
TIL ÍHUGUNAR
Er launajafnrétti á íslandi í reynd?
Af hverju gera konur ekki kröfur til mannsæmandi launa, er þær sækja
um vinnu?
Er launajafnrétti á íslandi í reynd?
Af hverju fá húsmæður lægri dagpeninga úr Tryggingunum en þær sem
vinna utan heimilis?
Af hverju fá ekklar ekki ekkilsbætur, nema þeir geti sannaS að hafa
orðið fyrir fjárhagslegu tjóni við missi konunnar?
Er launajafnrétti á Islandi í reynd?
Hvers vegna má gefa óskilgetið barn án leyfis föður þess?
Er móðir göfugri en faðir?
Er launajafnrétti á íslandi í reynd?
Er slæmt fyrir börn að vera á dagheimilum?
Kennið þið börnum ykkar föndur og leiki, sem hafa upþeldisgildi?
Er launajafnrétti á íslandi í reynd?
Af hverju er dýrara að klippa hár meybarna en sveinbarna?
Af hverju fara mun fleiri piltar í langskólanám en stúlkur?
Er launajafnrétti á íslandi í reynd?
Af hverju mega karlar ekki skreyta sig eins og konur?
Af hverju ,,fá strákar það“, en „stelpur leyfa það“?
Er launajafnrétti á íslandi f reynd?
Af hverju mega karlmenn ekki gráta?
Hafið þið prófað að gefa syninum dúkku og dótturinni bíl?
Er launajafnrétti á íslandi í reynd?
Vinnuplan starfshópa
Þekkingaröflun
Hér verður að gera það að
skilyrði að starfsmenn komi
undirbúnir á fundi, því starfið
fer þannig fram að þekking-
armiðlun einstaklinga hvers til
annars verður að hópþekkingu
sem hægt er að nota með sam-
eiginlegu átaki til félagslegra
úrbóta. Þeir sem mæta með
lokuð eyru eyðileggja gott and-
rúmsloft í hópnum, og þeir
sem mæta sifellt óundirbúnir
eru sníkjudýr á hinum. Þau
atriði sem í byrjun þarf helzt
að leggja áherzlu á og sérhver
þátttakandi þarf að gefa gaum
að eru eftirfarandi:
1. Frumkvæði. Hver og einn
verður að vera viðbúinn að
sýna frumkvæði þegar á þarf
að halda án þess að finnast
hann vera að trana sér fram.
Frumkvæðið má svo rétta öðr-
um.
2. Að veita og biðja um upp-
lýsingar. í reyndum hópum
segja menn frá undirbúnum
upplýsingum án sérstakrar
áreynslu, en í byrjendahópum
þarf oft að biðja um þær sér-
staklega.
3. Að veita viðbrögð við upp-
lýsingum og biðja um þau. Á
þessu atriði verða oft vanhöld.
Einn segir frá sínum skilningi
á efninu, siðan annar, en eng-
inn gerir athugasemdir við það
sem komið hefur fram. Árang-
urinn verður enginn, því í stað
þess að hlusta keppast menn
við að rifja upp hvað þeir
sjálfir ætluðu að segja og skoð-
anir endurkastast ekki. Sérhver
gæti jafnvel setið í sínu eigin
horni.
4. Að endursegja og gefa
dæmi. Þetta er ein tegund við-
bragða. Við endursögn skynja
menn, hvort þeir hafa verið
rétt skildir. Konkret (raun-
veruleg) dæmi geta sparað
langar og flóknar útskýringar.
5. Aðhald og leiðrétting.
Margir hópar forðast að veita
aðhald með leiðréttingum
(jafnvel á missögnum) undir
því yfirskini að frásegjandi
fari hjá sér. En rétt þekkingar-
öflun byggist á aðhaldi og leið-
réttingar þurfa að koma fram
með lagni en án hiks.
G. Skýringar og samþjöppun.
Starfshópar geta stundum
komizt í öngþveiti jafnvel með
einfaldasta viðfangsefni, og þá
þarf einhver að skýra málin og
þjappa mismunandi úrlausn-
um saman í heildarmynd.
Einkum er þetta nauðsynlegt er
dregur að lokum hvers við-
fangsefnis.
Félagsþróun
Hér er það meginatriði að
mannlegt og ríkt samband ná-
ist meðal þátttakenda án hroka
eða tortryggni. Lítum á atferli
þau er menn þurfa að temja
sér:
Nína Björk Árnadóttin
Kona:
(tileinkað Vilborgu)
i
Mörg þúsund ár hef ég vaknað í faðmi hans
við þúsundir atburða hef ég vaknað þar upp.
Mörg þúsund morgna
hef ég vaknað í faðmi hans og spurt
hvers vegna eru dagarnir svo skelfilegir
og samt vakna ég í faðmi hans.
II
Hvers vegna eru dagarnir svo skelfilegir
að sterkur faðmur hans
megnar ekki
að slökkva óvissuna
sem hefur göngu sína útúr þeim.
I morgun sþurði ég
um óvissuna á annan hátt
hvort hún geti hafið göngu sína
útúr sérhverjum komandi degi
þrátt fyrir minn faðm og hans
þrátt fyrir sterkt og yndislegt
faðmlag okkar.
7. Eftirlit með og örvun á
framgangi samræðna. Hér
skiptir viðleitni og þátttaka
allra meginmáli.
8. Tímavarzla. Gleymið ekki
að sérhver athöfn á sér sinn
tíma. Sé henni skammtaður of
lítill eða of langur timi getur
hún orðið að engu, jafnvel þótt
að öðru leyti sé rétt að farið.
9. Mat og greining á hópstarf-
inu. Hér er um að ræða sjálfs-
gagnrýni og yfirlit sem mætti
vera embættislegs eðlis, t. d.
með fundarritara eða yfirlits-
manni.
10. Lagfæring og ákvörðun
starfsaðferða. Hún kemur til
greina á hverjum tíma og er
háð góðri sjálfsgagnrýni og yf-
irliti.
11. Aðstoð og hvatning. Á
hvaða stigi starfsins sem er
getur verið nauðsynlegt að þeir
sem sjóaðri eru orðnir rétti að-
stoð eða hvatningu til þeirra
sem lengra eiga i land með að
aðlaga sig að félagslegum
vinnubrögðum. í hóp sem þess-
um er fáránlegur hugsunar-
háttur að sitja og láta aðra
tala fyrir hlédrægnissakir —
þá skapast innan hópsins aftur
endurspeglun menningar okkar
sem einkennist af leit eftir
séníum, en lýst er upp með
menningarvitum.
12. Slökun spennu í hópnum.
Forðast verður hvers konar
sýndarmennsku og tilfinninga-
vellu einstaklinga til að tefja
ekki og afvegaleiða starfið
sjálft. Góður starfshópur ein-
kennist af góðu tjáningarsam-
bandi meðal þátttakendanna.
Félagsleg notkun þekkingar
Engin tunglflaug hefði nokk-
urn tímann verið byggð ef ekki
hefði verið meiningin að fara
alla leið til tunglsins. Enginn
starfshópur vinnur markvisst
sér til gagns án þess að hafa
takmark með vinnu sinni. Tak-
mörk þessi geta verið margs-
konar, frá því að ná prófi ef
um námshóp er að ræða, til
álitsgerðar eða stefnuyfirlýs-
ingar. Einnig getur starf hans
miðazt við fjöldafund, herferð
í blöðum og fjölmiðlum eða
pólitískar aðgerðir. Þekkingar-
öflun og félagsþróun ættu að
leiða af sér beina notkun eða
útrás þess hópafls, sem mynd-
azt hefur. Sé því ábótavant
hafa menn annaðhvort ekki
mætt til starfs eða það hefur
gufað upp í smáskemmtileg-
heitum og tíminn gleymzt
þannig að augnablikið sem nota
þurfti til að tendra kveikinn
er liðið hjá, oft af því menn
voru uppteknir við að sinna
einmitt því sem þeir töldu sig
ætla að spyrna gegn. 4
30