Samvinnan - 01.10.1971, Page 34
SAMVINNA
GuSmundur Sveinsson, Bifröst:
Samvinnuhreyfingin á íslandi árið 2000
Lokagrein
I. FORMÁLI
í þessari síðustu grein minni um sam-
vinnuhreyfinguna á íslandi árið 2000 mun
ég gera tilraun til að meta þátt hennar
sem félagsmálahreyfingar og menningar-
samtaka um næstu aldamót.
í þriðju greininni vék ég sérstaklega
að nokkrum forsendum, er hafa verður i
huga, þegar slíkt mat er framkvæmt. En
áður hafði ég í fyrstu grein minni getið
um almenn viðhorf, er verulega snerta
framtíðarhugmyndir. Ber einnig að taka
mið af þeim.
Ég tel að næstu þrír áratugir verði timi
mikilla átaka og mikilla umbyltinga. Ég
ætla, að þau átök og þær umbyltingar
nái fyrst og fremst til félags- og menn-
ingarlífsins, og muni af þvi leiða að horf-
ið verði í verulegum atriðum að annarri
stefnu heldur en þeirri, sem fylgt hefur
verið á Vesturlöndum um langt árabil. Ég
er sannfærður um að í þessum átökum
og umbyltingum muni samvinnuhreyfing-
arinnar gæta í enn ríkara mæli en verið
hefur, enda muni samvinnuhugsjónin
sem slík verða kjarni þeirrar stefnu, sem
upp verður tekin. Ég vænti þess að slíkar
fullyrðingar skýrist i því sem á eftir
kemur.
II. SAMVINNUHREYFINGIN SEM
FÉLAGSMÁLAHREYFING OG
MENNINGARSTEFNA ÁRIÐ 2000
1. Vopnabyltingin
Eins og gert var ráð fyrir að styrkur og
vöxtur samvinnuhreyfingarinnar sem
verzlunar- og viðskiptasamtaka árið 2000
byggðist í veigamiklum atriðum á því að
þá hefði hin svokallaða stjórnunarbylt-
ing, kýbernetik-bylting, náð þvi að vera
orðin forsenda framleiðslu og verzlunar,
á líkan hátt tel ég að sambandið sé harla
náið milli styrkleika samvinnuhreyfing-
arinnar sem félagsmálahreyfingar og
menningarstefnu annars vegar og áhrifa
vopnabyltingarinnar og mannréttinda-
byltingarinnar, sem fyrr voru nefndar,
hins vegar. Hin þrefalda bylting mun að
minni hyggju vera orðin að veruleika ár-
ið 2000 og hennar gæta á flestum sviðum
meira eða minna. Af þessu mun leiða, að
ný heimsmynd er að koma i ljós, hin
þriðja frá því á 19. öld. 19. öldin þróaði
og treysti hina vélrænu heimsmynd 18.
aldar og gerði hana nánast að óbifan-
legu trúaratriði. Veröldin og tilveran
voru áþekkust mikilli og flókinni vél, og
verkefni mannsins var að gera sér grein
fyrir gangi hennar og kynnast furðum
hennar. Á síðari hluta 20. aldar hófst ný
heimsmynd til vegs, sú sem kenna mátti
við tölvuna. Þá urðu tölvuf ræðin svo heill-
andi að ljómi þeirra féll á allt, sem stórt
þótti og mikilfenglegt. Þannig varð til-
veran að undri þekkingaratriða, informa-
tionar, og þeim margvíslegu möguleikum
til niðurröðunar og samtengingar, sem
þau byggju yfir, strúktúrum eða pró-
grammeringu, svo að notuð séu hugtök úr
sjálfum tölvufræðunum. En um aldamót-
in 2000 hefur að því er ætla má enn orðið
breyting á heimsmyndinni. Þá nægja ekki
lengur þekkingaratriði og margvísleg nið-
urröðun. Ný krafa hefur þá komið fram,
djarfari og ákveðnari en áður, krafan um
merkingu og gildi. Merkingarheimsmynd
vilja sumir kalla þessa heimsmynd fram-
tíðarinnar til aðgreiningar frá hinni vél-
rænu heimsmynd og tölvuheimsmynd-
inni. Einkenni hinnar nýju heimsmyndar
er ekki öryggi og vissa, heldur leit og
spurn. Að því leyti er hún gerólík hinum
tveim fyrri. En sérstaða hennar að öðru
levti er fólgin í þvi, sem í sjálfu heitinu
felst: Tilveran býr yfir tilgangi og mark-
miði. Hún er ekki blindingsleikur. Það er
einmitt sérstaða mannsins í tilverunni að
geta orðið þessa áskynja, geta fundið til-
gang og takmark með lífi sínu, tengt líf
sitt undri sköpunarinnar og alverunnar.
Sú staðrevnd, sem vopnabvltingin hefur
leitt í l.iós um aldamótin 2000, að stríð og
styrjaldir geta ekki lengur leitt til „sig-
urs“ heldur aðeins tortímingar, hefur
opnað augu manna meir og betur en áður
fyrir þeim hættum, sem fólgnar eru i
baráttuhneigðum og yfirgangshvötum,
hinni svokölluðu aggression. Einmitt þær
hneigðir og hvatir hafa verið mjög í
sviðsljósinu á síðustu árum á Vesturlönd-
um, ekki sízt eftir hina merkilegu at-
hugun fræðimannsins Konrads Lorenz á
þætti þeirra í lífi og atferli ýmissa dýra-
tegunda. Þáttur aggressionarinnar hefur
verið miklaður mjög og talinn liggia til
grundvallar ekki aðeins beinum átökum
og baráttu meðal manna, heldur ekki síð-
ur helgisiðum og þróuðum hegðunarvenj -
um, sem ætlað er að virkja aggressionina,
göfga hana og gera að jákvæðu atriði í
lífi heilda og einstaklinga. — Sú ríka
áherzla, sem lögð hefur verið á að túlka
baráttuhneigðir og yfirgangshvatir og
réttlæta hinar margbreytilegustu myndir
þeirra og afbrigði, er í raun og veru að-
eins einn vitnisburður um þau sterku
ítök, sem samkeppnishugmyndir 19. aldar
hafa átt í hugum manna, hugmyndirnar
um baráttu allra gegn öllum sem for-
sendu framþróunar og áframhaldandi
lífssóknar. — Það var þess vegna ekki að
ófyrirsyniu, að fræðimenn á sviði félags-
fræði og sálfræði, svo sem Hegel og Freud,
teldu hlut dauðans meiri en lífsins og litu
á dauðahvötina, er menn hefðu í arf þeg-
ið, sem áhrifaríkastan þátt menningar.
— Þær feiknrúnir aftur á móti, sem
vopnabyltingin lætur birtast sjónum
manna í lok 20. aldar, munu verða til
þess, að fram fer algert endurmat á fyrri
viðhorfum. Við það endurmat mun margt
koma í ljós, en það augljósast og áhrifa-
mest að varhugavert hlýtur að vera að
gera þær hneigðir, sem á einn eða annan
veg tengjast dauðanum og tortímingunni,
að æskilegum þáttum lífs og menningar.
Sú fullyrðing, að lífið leiti jafnvægis, sem
aðeins verði fengið með því að nema
burt alla spennu, eftirvæntingu og ófull-
nægðar óskir, mun þykja meir en vafa-
söm í lok 20. aldar. Hitt mun verða talið
liklegra að lífsþránni verði aldrei full-
nægt; hennar hlutverk sé einmitt að
vekja stöðugt grun um það sem stærra
er og meira og hvetja til sífelldra um-
breytinga og endurmats. Um leið og
blekking þeirra sigra, sem unnir voru í
fórnum á altari dauðans, hefur verið af-
hjúpuð meir og betur, hlýtur af því að
leiða að lífið verður metið á annan veg.
Svo mun verða um næstu aldamót. — Þá
mun mannkynið upplifa að mörgu leyti
hliðstæða tíma eins og urðu hlutskipti
þess í lok miðalda á Vesturlöndum. End-
urreisnartími Vesturlanda einkenndist
meðal annars af miklum lífsþorsta, sér-
stæðri lífslöngun, þrá að njóta hins
jarðneska lífs og gera það auðugra og
fyllra. Sagnfræðingurinn Egon Friedell
telur að ein ástæða til þessa sérkennilega
og sérstæða lífsþorsta hafi verið hörm-
ungar svartadauða, sem við upphaf tíma-
bilsins gekk yfir álfuna. Frammi fyrir
fallvaltleik og dauða vaknaði lífsþráin
voldug og sterk, þráin að gangast lífinu
á hönd og vera því trúr af öllum mætti
og þreki. Sú mikla kvika, sem vopnabylt-
ingin mun leysa úr læðingi um næstu
aldamót, á sér langa forsögu. Einmitt sú
forsaga veitir hugboð um samband henn-
ar og samvinnuhreyfingarinnar.
2. Firring og ótti
Um það leyti, sem samvinnuhreyfingin
er að mótast i hugum manna á Vestur-
löndum og taka á sig mynd í félagsrekstri
og menningarviðhorfum, eru tvenns kon-
ar fyriibæri að gerast áleitin. Bæði tengj-
ast þessi fyrirbæri lífi manna og móta
það á margvíslegan hátt. — Annað er hið
sérstæða firringarfyrirbæri, sem Hegel
vakti fyrst verulega athygli á og Karl
Marx gerði síðan áhrifamikil skil. Hitt er
óvenjulegt afbrigði óttans, sem sett hefur
svip á vestræna sögu og það því meir sem
lengra hefur liðið á 20. öldina. Bæði áttu
fyrirbæri þessi rætur að rekja til að-
stæðna og mistaka, sem samvinnuhreyf-
ingin hafði vakið athygli á og vildi ráða
bót á og vinna gegn. Rétt mun að gera
hvoru tveggja fyiirbærinu örstutt skil.
Firring er sú tilfinning og vitund
mannsins að hafa misst lifandi og sí-
kvika snertingu við eitthvað, sem áður
hefur verið tengt honum og skapað hon-
um fyllingu og fullnægingu. Þessa tilfinn-
ingu kölluðu þeir Hegel og Marx „Ent-
fremdung“. Gerði hinn síðarnefndi hug-
takið að miklu atriði til að varpa Ijósi
yfir þá hörmung, sem orðið hefði hlut-
skipti alls þorra vinnandi manna við iðn-
byltinguna á Vesturlöndum, þegar verk-
smiðjurekstur hófst með einhæfni sinni.
í stað þess að vinnan hafði áður verið
34