Samvinnan - 01.10.1971, Qupperneq 39
að slá hraðar en hjarta karlmanns.
Mestöll líkamsvinna mannfólksins felur i
sér togstreitu við þyngdarlögmálið. Þann-
ig má halda þvi fram sem kosti, að i
göngu, hlaupi og klifri hefur léttari lík-
ami konunnar minna þyngdarafl við að
stríða — hafi hún ekki safnað ceðlilega
miklum holdum.
Með þjálfun má auka hámarksgetu til
súrefnistöku. Mest geta hefur verið mæld
hjá skíðagöngumönnum í úrvalsflokki og
hjá millivegalengda- og langhlaupurum.
Konur taka líka þátt i skíðakappgöngum.
Við þesskonar athafnir virðist þjálfun
auka hámarksgetu til súrefnistöku hjá
körlum og konum í nálega sama hlutfalli.
Konur byrja á lægra stigi og enda á lægra
stigi.
Samt hefur tekizt að ná merkilegum
árangri. Til að ná frábærum árangri í
hvaða íþróttagrein sem er eru konur betri
en þorri karlmanna. Á Ólympiuleikunum
1896 fékk I. E. Burke gullpeninginn í
hundrað metra spretthlaupi karla, hljóp
vegalengdina á 12 sekúndum, en á Ólym-
píuleikunum 1952 hljóp Marjorie Jackson
100 metrana á 11,5 sekúndum. í sögu
heimsmeta hafa konur verið um það
bil 50 árum á eftir karlmönnum. En þareð
konur eldast hægar en karlmenn, hafa
þær það framyfir þá, að þær geta haldið
í horfinu og verið í úrvalsflokki í iþrótt-
um lengur en þeir, ef þær æfa stöðugt.
Aldursmunur á þeim konum, sem komizt
hafa í úrslit á Ólympíuleikunum, er í
sannleika umtalsverður.
Tíðir kvenna
Tíðir konunnar selja sellur hennar og
vefi undir síbreytileg hormónaáhrif.
Áhrif tíða á líkamsafköst hafa verið
könnuð bæði i rannsóknastofnunum og á
iþróttaleikvöngum. Hjá flestum konum
minnkar líkamshæfnin lítið eitt tveimur
til sex dögum áður en tiðir hefjast. Breyt-
ingar á líkamshæfni geta einnig átt sér
stað á öðrum stigum tíðanna, en þær eru
ákaflega einstaklingsbundnar.
Síðustu mánuðir meðgöngutimans
binda blóðrás móðurinnar þungar byrðar.
Þegar hún reynir á sig, keppa vöðvar
hennar við legkökuna um blóð. Lítið
hjarta á erfiðara með að valda tveimur
þungum byrðum samtímis. Sumar rann-
sóknir hafa leitt í ljós, að mæðrum með
lítil hjörtu hættir fremur til þess en öðr-
um að ala börn sín fyrir timann. Börn
sem fæðast fyrir tímann eru veikburða,
og í iðnþróuðum löndum má rekja tals-
vert hátt hlutfall fósturláta til mæðra
með lítil hjörtu. Nú er verið að gera til-
raunir með að finna mæður með lítil
hjörtu með því að taka röntgenlínurit af
brjóstinu í upphafi meðgöngutímans; síð-
an er hægt að tryggja þeim fullnægjandi
hvíld síðustu mánuði meðgöngutimans,
sem eru svo örlagaríkir. Þegar lengra er
horft, væri hægt að veita verðandi mæðr-
um jafnvel enn betri vernd, ef unnt væri
að örva þær til líkamsræktar og þjálfun-
ar hjarta og blóðrásar áður en þær kom-
ast á barnsburðaraldur. Fæðingar fyrir
timann virðast vera sjaldgæfari í samfé-
lögum þar sem stúlkur og konur stunda
mikla líkamsvinnu.
Meðgöngutíminn hefur í för með sér
talsverðar breytingar á vél líkamans.
Vaxandi innihald hins þungaða legs veld-
ur tilfærslu á þyngdarpunkti líkamans
niðurávið. Á síðustu mánuðum meðgöng-
unnar takmarkar það líka verulega
hreyfingar verðandi móður. Æðarnar á
kviðnum neðanverðum og á fótunum
hafa tilhneigingu til að þrútna, og oft
koma æðahnútar. Uppstreymi æðablóðs-
ins frá fótunum hindrast, og i stöðu
þreytast fótvöðvarnir fljótt vegna þess að
þá skortir fullnægjandi blóðrás. Munur
er á kyrrstöðu og göngu; í göngu gegna
fótvöðvarnir hlutverki dælu og blóðið
rásar örar. í margskonar störfum tak-
markar meðgöngutíminn þannig augljós-
lega starfsgetu konunnar.
Samkyn, segja sálfræðingar
Niðurstöður vinnulífeðlisfræðinga af
viðtækum og margháttuðum rannsóknum
eru þær, að konur séu síður hæfar til að
fást við líkamsvinnu sem útheimti mjög
mikinn vöðvastyrk og mikla orkueyðslu
eða súrefnistöku. Hinsvegar eru slik störf
fágæt i veruleikanum. Skógarhögg er
vissulega eitt þessara erfiðu starfa sem
karlmenn einir geta stundað, en venjuleg
búsýsla og vinna á ökrum og engjum eru
algeng skyldustörf karla og kvenna i
mörgum þjóðfélögum. Sumstaðar er ak-
uryrkja jafnvel talin vera fyrst og fremst
kvenmannsverk.
Nútímatækni hefur fundið upp rafknú-
in verkfæri til að taka við verkefnum
vöðvanna. Nú er það orðið hlutverk sál-
fræðingsins — en ekki lifeðlisfræðingsins
— að gera samanburð á körlum og kon-
um að starfi.
Sálfræðingar beita ákaflega mörgum
prófunum til að fá fram lýsingu persónu-
leikans. Slíkar prófraunir hafa einnig
verið notaðar við starfsleiðbeiningar og
stöðuval. í hefðbundnum samfélögum
okkar velja konur og karlar yfirleitt mjög
ólík verkefni. Hinsvegar birta niðurstöður
af prófraunum sálfræðinga gagnstæða
mynd: það er enginn teljandi munur á
hæfileikum og starfshæfni kynjanna, og
sá mismunur sem fram kann að koma
tekur einungis til meðaltalsgilda, en frá-
vik á báða bóga eru mikil.
Að því er varðar almenna greind eru
karlar og konur jafnvíg, en konur hafa að
meðaltali reynzt lítið eitt betri í talhæfni
og málakunnáttu, skrifhraða, fingralip-
urð, athyglisflýti og skammæjum minnis-
atriðum.
Hinsvegar eru karlmenn oftar betri í
sjónhæfni, þ. e. a. s. hæfni til að fást við
rúmfræðileg hlutföll, í röklegum álykt-
unum, í tölfræðilegri getu til að leysa
ýmis stærðfræðivandamál og í tækni-
kunnáttu.
Enn er óútkljáð, hvort ofangreindur
mismunur er upprunalegur. Hann gæti
fullt eins vel endurspeglað menningarlega
ákvörðuð kynhlutverk, sem beina áhuga
kynjanna í ákveðnar rásir allt frá frum-
bernsku.
Að því er varðar skapgerð er varla
meiri munur á körlum og konum en að
þvi er snertir hæfileika. Miðlungskonan
hefur ríkari þörf til að annast um aðra,
en hún þarfnast líka meiri umönnunar.
Hún hefur sterkari félagsleg sambönd en
karlmaðurinn, en henni er lika hættara
við alvarlegri taugaspennu. Miðlungskarl-
maðurinn er afturámóti ákveðnari, sjálf-
urn sér nægari, metnaðargjarnari og
gagnrýnni í viðhorfum en miðlungskon-
an. Almennt talað virðast hugsunarhátt-
ur og viðhorf konunnar meir bundin til-
finningum, en minna háð rökrænum skil-
greiningum. Konan er tilfinninganæmari
og síður hneigð til yfirgangs, árása eða
samkeppni en miðlungskarlmaðurinn.
Hitt er vert að undirstrika, að mismun-
urinn á sálrænum eiginleikum kynjanna
er miklu minni en yfirborðskennd könn-
un á svo að segja hvaða mannfélagi sem
er mundi gefa tilefni til að ætla. Félags-
leg og menningarleg mynstur geta skýrt
megnið af þeim mismuni sem vart verð-
ur: bæði kynin hafa tekið að sér hlut-
verk sem hefðir hafa þröngvað uppá þau,
og nú loks eru þau að brjótast útúr for-
tið sem er ákaflega ólík heimi morgun-
dagsins.
Hlutverk kynjanna eru staðreynd enn
sem komið er. Það er enn algengt að kon-
ur velji sér störf samkvæmt óskum og
áliti hins félagslega umhverfis. Úr hefð-
bundinni stöðu húsmóðurinnar er aðeins
stutt skref yfir í störf einsog húshjálp,
hjúkrun, félagsmálastörf og kennslu. Áð-
ur en sjálfvirkni kemur til sögunnar, hag-
nýtir iðnaður, með sinni víðtæku deilingu
í litlar síendurteknar hringrásir, vinnu
kvenna í ríkum mæli, vegna þess að kon-
ur eru fúsari til að vinna einhæf störf en
karlar. í störfum sínum láta karlmenn
stjórnast af metnaði í miklu rikara mæli
en konur, sem leggja meira uppúr félags-
legu og líkamlegu umhverfi á vinnustað.
Eftir að peningar hafa tryggt frumþarfir
til lífsviðurværis verða þeir fremur mæli-
kvarði á félagslega stöðu hjá karlmönn-
um, en hjá konum verða þeir tæki til að
auka heimilisþægindin.
Minni fjölskyldur, betra heilsufar,
hærri meðalaldur kvenna og vélvæðing
heimilanna gerir fleiri konum kleift að
bjóða sig fram á vinnumarkaðinum. Næg
atvinna gerir þeim einnig auðveldara að
komast í tiltekið starf á ungum aldri, að
stunda það árin sem þær eru að ala börn
eða snúa til þess aftur eftir nokkurra ára
fjarvist. Jafnvel miðaldra giftar konur,
sem hafa enga reynslu í störfum utan
heimilis, eiga auðvelt með að finna at-
vinnu. Möguleikarnir eru að sjálfsögðu
mestir í hinum hefðbundnu „kvenna-
greinum“. í einu landi (Svíþjóð) getur
hlutfall kvenna þannig verið frá 75% í
fataiðnaðinum niður i 1,3% í byggingar-
iðnaðinum.
Misrétti
Atvinnurekendur leggja mikla áherzlu
á stöðugt vinnuafl. í þeirra augum getur
kona af skiljanlegum ástæðum virzt vera
vandræðagripur. Um 17 ára aldur er hún
gædd öllum hinum æskilegu hæfileikum
og gefur fyrirheit um glæstan framaferil,
en á aldrinum 25—30 ára getur stofnun
heimilis orðið eftirsóknarverðari en ör-
uggt starf. Um fertugsaldur hefur henni
gefizt tóm til að ala upp börn sín og afla
39