Samvinnan - 01.10.1971, Page 42

Samvinnan - 01.10.1971, Page 42
standi á tímamótum. Það sé ómögulegt að framlengja víxilinn í hið óendanlega. o Umræðuleikhúsfólk leggur sérstaka áherzlu á það að eðli leikhússins verði og beri að umturna. Það ríði á að notfæra sér það sem leikhúsið hefur framyfir hina vélvæddu miðla: Milliliðalausa mannlega samveru. Ef þessi eðlismunur á að nýtast: Þá þarf að auka menntun leikarans; auka vísindalegar rannsóknir i tengslum við leikhússtarfsemina; skapa nýjan efnahagslegan grundvöll (i Sviþjóð hafa verið stofnuð styrktarfélög: Stöttekomi- teer för Folkets Teater, sem sjá um und- irbúníng sýnínga, sölu og dreifíngu miða); endurhugsa leikhúsbygginguna (eða breyta henni í samverustað); kú- venda fremjandi-njótandi viðtektinni; endurnýja afstöðu leikarans til hlutverks síns sem manneskju i félagslegu sam- hengi. Að sumra áliti kjánalegu, lífs- hættulegu, efnahagslegu samhengi. „Leikhús er það sem gerist milli tveggja eða fleiri mannvera sem gegna einhverju hlutverki í einhverju díalektísku sam- hengi þarsem línur liggja milli augna. Þetta eitthvað „sem gerist" hefur leik- húsið framyfir aðra fjölmiðla.“ BANDEN segir á einum stað. „í háþró- uðu iðnþjóðfélagi verður „listamaðurinn" að leita til neytandans, ekki öfugt (þartil þörfin hefur verið sköpuð fyrir leikhús).“ Litið (eða ekkert) er aðhafst nú tilað skapa þörfina fyrir leikhús. Aðrar þarfir eru skapaðar (innrættar) af slíkum krafti (svo bruðlskipulagið fái staðist), að hinir menníngarlegu þættir drukkna. Aðsókn að leikhúsum rénar í sífellu, þráttfyrir aukin auraráð almenníngs og fólksfjölgun jafnframt styttíngu vinnu- timans sérstaklega hjá millistéttunum, smáborgurunum. NB: þessi regla um rénandi aðsókn er þó brotin af einstaka fyrirbærum, en það er þá venjulega gert með farsasýníngum eða rassaköstum (ánþess að ég telji slíkt ámælisvert í sjálfu sér ef það er ekki gert undir öðru yfirskini en því að halda sér fljótandi fjárhagslega). Neró lék á fiðlu þegar Róm brann. Leikhúsið verður að rjúfa einángrun sina. Breytast smámsam- an í þjóðfélagið. Leikararnir munu þá hverfa á vit fólksins með list sina, i verk- smiðjurnar, útá torgin, i stórverzlanirnar, í skólastofuna, útí sveitirnar, til af- skekktra landshluta. Þángaðsem fólk er undirorpið kúgun, rángsleitni, firríngu. Leikhúsið mun varpa ljósi yfir staðreynd- irnar, setja þær inní vitsmunalegt og til- finníngalegt samhengi. Vekja til meðvit- undar. Leikarinn skundar á þann stað þarsem þörf er fyrir nærveru hans á þeim tíma sólarhríngsins sem hentugast- ur er til verksins. Hann er óháður bygg- íngum. Verkefnaskrá og tala leikara ákvarðast af aðstæðum hverju sinni. Listamaðurinn (leikarinn) mun hefjaná- ið samstarf við fólk af öðrum sauðahús- um: þjóðfélagsfræðínga, kennara, skáld, uppeldisfræðínga, bændur, verkafólk, búðarlokur. III. Menntun leikarans hlýtur að miðast við framangreint: Ný „tegund“ leikara kemur til sögunnar. Hið eina sem leikar- inn þarf til listar sinnar er líkaminn. Pá- fuglafjaðrirnar falla. Flestir leikarar við „borgaralegu leik- húsin“ líta líkama sinn hornauga. Óþægi- legt kjötfjall kalla þeir hann. Líkaminn torveldar þeim svifið um andans hæðir. Þeir hvorki þekkja likama sinn né hafa vald yfir honum. Hið mikla hljóðfæri er þögult. Leikarinn þarf að vera læs. Og enn- fremur þarf hann að nota þá kunnáttu til einhvers, ekki til lestrar á leikhússögu og leikritum (þó það sé góð lesníng í sumarleyfum), heldur til lestrar á öllum þeim plöggum sem geta víkkaö sjón hans yfir samhengin i þjóðfélaginu. Lesningin tekur til flestra „faga“. T. d.: heimspeki, sálarfræði, þjóðfélagsfræði, kennslufræði, sögu verklýðshreyfingarinnar, osfv. osfv. IV. Lýðræði. Það er eitthvað sem er lýðn- um „fyrir bestu“, segja sumir. Aðrir segja eitthvað annað. En flestir gerast glám- skyggnir þegar þeir af einlægni fara að skyggnast um eftir lýðræði. Koma verður á lýðræði í leikhúsunum, hrópa margir leikhúsmenn í dag, meira- segja þeir sem lafa við farsahúsin. Sumir eru þess fullvissir að hugmyndir gömlu stjórnleysíngjanna séu til margs nýtar í dag. Telja þeir þaðan kominn meginþráðinn í kröfuna um dreifíngu valdsins og sjálfsforræði hópa. Sama hvaðan gott kemur. „Leikarar sem lúta heraga eiga erfitt meðað tjá sig á lýð- ræðislegan hátt“. Málefni dagsins er at- vinnulýðræði. Bein áhrif á vinnustaðn- um. Ekki áhrif á litaval kaffistofunnar, heldur áhrif á stefnumótun, framleiðslu- hætti, fjárfestíngar osfv. Þetta er einnig ofarlega á baugi hjá leikhúsfólki. Er mögulegt að ræða um atvinnulýð- ræði hvaðþá að hrinda því í framkvæmd meðan ekki rikir lýðræðislegt fyrirkomu- lag í þjóðfélaginu; meðan skólarnir og vinnustaðirnir eru reknir eftir fyrirmynd- um harð-klíku eða menntaðrar einveldis- stjórnar? Er ástæða tilað ætla, að atvinnulýðræði sé við lýði i leikhúsum sem eru háð fjár- veitingarvaldinu, meðan forræðið rikir alstaðar annarstaðar? Lýðræðis er ekki krafist í þeim tilgángi að leikarinn geti spókað sig á lýðræðis- buxum á sínum vinnustað, heldur vegna þeirrar staðreyndar (?) að umræðuleik- hús getur ekki starfað á öðrum grund- velli; lýðræði verður ekki útbreitt af fólki sem lýtur forræði. V. Öll list er pólitísk. Líka slæm list og sú list sem læst vera utan, ofan eða neðan við pólitík. Hinsvegar er list misjafnlega hentug til pólitískrar baráttu. í bók sinni um miðla nútímans dettur McLuhan ekki til hugar að drepa á leik- húsið. Það bendir í þá átt að hann áliti leikhúsið dautt úr öllum æðum sem skoð- anamótandi aðila og vonlaust i sam- keppninni við aðra miðla, svokallaða „fjölmiðla“. McLuhan hefur eflaust ekki komið auga á þátt neðanjarðarleikhússins í skoðana- og vitundarmótun i Bandaríkjunum, þá einkum meðal æskufólks. Skapa verður leikhús sem ekki einúngis hefur pólítískar skoðanir að hornstein- um, heldur leikhús sem hefur pólitísk áhrif. Ekki er mögulegtí?) að setja upp áhrifamikla sýníngu í pólitísku samhengi nema allir sem hönd leggja á plóginn séu samvirkir (þá má minnast Púnktilla og Matta í Þjóðleikhúsinu: Leikið var þvert á allar reglur Brechts. Orsökin: Pólitiskt meðvitundarleysi leikaranna/eða mót- vilji/eða samhengisleysi milli leiksins og umhverfisins). Nauðsynlegt er að hópurinn sem að sýníngunni stendur taki afstöðu (hver einstaklíngur uppá eigin spýtur), ekki afstöðu til leiksins, ekki hlutverksins eða 42

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.