Samvinnan - 01.10.1971, Side 45

Samvinnan - 01.10.1971, Side 45
inu. Þetta sé þeim mun hrapallegra sem þær staðreyndir komi skýrar í ljós, að sí- fellt er krafizt meiri starfsmenntunar og faglegrar kunnáttu á öllum sviðum at- vinnulífsins, þannig að fólk án slíkrar kunnáttu verður verr og verr sett. Sömu- leiðis leiti fjölmargar konur af ýmsum ástæðum eftir vinnu utan heimilisins og geti ekki reiknað með húsmóðurstarfinu sem lífstíðaratvinnu. Svo dæmi sé tekið: Kona um fertugt, sem hefur e. t. v. gifzt kornung og er að mestu búin að ljúka hinum bindandi uppeldisskyldum sínum, getur búizt við að stunda einhverja vinnu aðra en heimilis- störf um allt að 25 ára skeið, jafnvel leng- ur. Samt eru stúlkurnar ekki hvattar til þess að ljúka skólanámi, sem geri þær hæfar til starfa, sem krefjast sérmennt- unar, heldur er þeim iðulega talin trú um, að menntun og áhugamál þar að lútandi hljóti að verða á kostnað hinna dýrmætu kvenlegu eiginleika. Sé nú gengið út frá því, að uppeldi og menntun stúlkna beri að miða við að fá fram sem bezta að- lögun þeirra að hinu líffræðilega hlut- verki, en ekki endilega við ræktun og efl- ingu vitsmunanna, koma strax upp mikil- vægar spurningar. f fyrsta lagi, sé því þannig farið, að sú menntun, sem beinist að því að efla vits- muni og auka andlegan áhuga, rýri að sama skapi og eyðileggi kvenleikann, er það þá einnig þannig, að menntun, sem miðast við eflingu hins kvenlega, verði á kostnað hins vitsmunalega þroska? í annan stað, hvers konar kvenleiki er er þetta eiginlega, ef hann fer forgörðum við menntun, sem eykur andlegan vöxt, en örvast aftur við það, að slíkum vits- munalegum vexti sé haldið niðri? Umræðukvöld Betty Friedan rifjar upp umræðukvöld i menntaskóla nokkrum, þar sem rætt var um stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Frummælandi, sem var sálfræðingur, kom áheyrendum mjög á óvart með því að lýsa því afdráttarlaust yfir, að nú á dögum væri fáránlegt að halda því fram, að staður konunnar væri fyrst og fremst á heimilinu. Nú væri í iðnvæddu, háþró- uðu þjóðfélagi unnt að vinna flest þau störf annars staðar, í stórum stil, sem konurnar hafa löngum unnið hver i sínu horni. Þar að auki væri heimilisfólkið iðulega í burtu mestan hluta dagsins, börn og unglingar í skólum og eiginmaður í vinnu. Konur gerðu réttast í að afla sér í tíma einhverrar kunnáttu, sem gerði þeim kleift að halda í humátt á eftir. Þarna var allt í einu komin ný óvænt lexía, sem hljóðaði upp á það, að stúlk- urnar yrðu nú sjálfar að taka ákvarðanir um menntun sína og framtið, og kom næsta flatt upp á viðstadda. Segja má, að aðstaðan sé sú, að bæði stúlkurnar sjálfar og þeir, sem ábyrgð bera á uppeldi þeirra, standi frammi fyrir vali gagnvart hefðbundinni ímynd hins kvenlega annars vegar, þar sem konan birtist sem óvirkur samfélagsþegn, öðrum háð og óhæf til gagnrýninnar hugsunar og sjálfstæðs framlags, og hins vegar gagnvart sjálfstæði hennar sem einstakl- ings, menntun i eiginlegri merkingu orðs- ins, sem leiði til vitsmunalegs þroska og skýrrar sjálfsímyndar. En með þessu er dæmið ekki sett rétt upp, segir höfundur. Það er alrangt að hugsa sér slíkt val í þá veru, að annar kosturinn hljóti óhjákvæmilega að bera hinn ofurliði og þetta tvennt, venjulegt heimilislíf með manni og börnum og sjálfstætt eigið samfélagslegt framlag, geti ekki farið saman. Þessi stöðuga val- aðstaða leiðir til þess, að alltof margar stúlkur taka þann kostinn að dýrka kvenleikann í stað þess að taka út þann vöxt síns persónuleika, sem leiði til ákveðinnar sjálfsímyndar, með þeim örð- ugleikum, sem slíkum vexti eru samfara. Fjölmargar konur dæmast til að lifa lífi, sem skortir visst innihald og ákveðinn til- gang og hefur í för með sér þá kennd að tilheyra ekki samfélaginu, finna ekki til nálægðar sinnar við umheiminn, en standa utangátta með reikula, óvissa sjálfsímynd. Samt væri það of mikil einföldun að skella allri skuld á uppeldið og skólana. Vissulega hafa þeir, sem þar fjalla um, gert margar skyssur og stórar, en þeir eru líka nokkrir, sem hafa barizt ákveðinni en árangurslítilli baráttu fyrir því að fá hæfar konur til að halda fast við hærri markmið. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það konurnar, sem hafa sjálfar valið að nota ekki þá möguleika, sem menntun- in gat opnað þeim. Þær bera sjálfar ábyrgð á undanhaldi sínu heim á leið, og valið var þeirra eigið. Tilfinningaleg röskun Og Betty Friedan heldur áfram að rekja orsakirnar, sem hún telur liggja til þess, að þjóðsagan um konuna náði slíku ofurvaldi yfir hugum amerískra kvenna, að flestir aðrir möguleikar en hjúskapur og heimilishald urðu að víkja. Hún nefn- ir, hve tímabil kreppuáranna, þá striðs- árin og svo atómsprengjan ofan á allt annað, hafi haft mikla tilfinningalega röskun i för með sér, þannig að heimili og fjölskyldulif varð ímynd þeirrar kjöl- festu og öryggis í lífinu, sem stríðið hafði skekið frá grunni. Þessi sterka löngun og þörf fyrir kyrrð og næði innan veggja heimilisins var staðreynd í þjóðlífinu, og gilti bæði um karla og konur, en hvers vegna virtist þetta vera eina löngunin fyrir svo mörgum? Konurnar, sem höfðu séð á eftir eigin- mönnum eða unnustum í stríðið, og þær sem voru ungar stúlkur meðan það stóð yfir, höfðu mátt sannprófa einveruna og kviðann að fá e. t. v. aldrei notið heimilis og fjölskyldulífs. Þær voru einkar mót- tækilegar fyrir rökum þjóðsögunnar, þeg- ar þær fengu að heyra, að s álfstætt starf og áhugamál út fyrir ramma heim- ilisins yrðu þær að greiða því verði að lifa við sama einmanaleika og á stríðs- árunum. Áhrif þjóðsögunnar voru að verki, er valið var sett fram fyrir þær, annað hvort heimili, hjónaband, börn eða önnur markmið í lífinu. Það er e. t. v. ekkert undur, að frammi fyrir slíku vali tækju margar fyrri kostinn og gerðu hann þar með að hinu eina takmarki lífs síns. Þó að styrjaldarárin gerðu konurnar móttækilegar fyrir áhrifum þjóðsögunn- ar, telur höfundur þó ekki, að þar sé eina orsök þess, að konurnar tóku í svo ríkum mæli að leita inn á við. Vandamálið með húshjálp nægir ekki heldur til skýringar. Á stríðsárunum, þegar eldabuskur og stofustúlkur fengu sér vinnu í verksmiðj- unum, var jafnvel enn meiri skortur á húshjálp en síðan hefur verið. Þá sáu konurnar aftur á móti nóg ráð til þess að halda heimilum sínum i horfinu, og í þá daga var í orði og verki viðurkennd nauðsynin á dagheimilum og tómstunda- heimilum fyrir börn útivinnandi mæðra. Á árunum eftir 1950 hefur svo slíkum stofnunum farið sífækkandi, og fordóm- arnir gegn þeim hafa að sama skapi magnazt. Síðan komu piltarnir heim frá því að stríða og hurfu aftur til síns fyrri vettvangs, framhalds- og menntaskóla, háskóla eða vinnustaða, og þar var alls- staðar stór hópur kvenna fyrir. Um tíma myndaðist allhörð samkeppni, og þá tóku á ný gamlir fordómar gegn starfi og framlagi kvenna á opinberum vettvangi að skjóta upp kollinum. Það reyndist æ örðugra fyrir konur að halda stöðu eða forframast innan starfsgreinar. Afleið- ingin varð sú, að fjöldi kvenna rauk til og flúði inn i hjónabandið, á vit heimilis- lífsins. Stöðugt er svo fram haldið meira eða minna falinni mismunun á vinnu- stöðum, að ekki sé talað um laun og launastiga. Þessi mismunun má heita óskráð lög og er ekki öllu auðveldari við- fangs en hin harðsnúna andspyrna, sem baráttukonur kvenréttindahreyfingar- innar mættu á sínum tíma. Kona, sem t. d. er starfandi á rit- stjórnarskrifstofu Time, getur tæpast bú- izt við að fá það verkefni að skrifa og rit- stýra, þótt hún sé ritfær í bezta lagi. Hún má gjarna safna efni og inna af hendi ýmsa venjubundna vinnu, en hin óskráðu lög mæla svo fyrir, að karlmaðurinn skuli framreiða efnið og ritstýra því. Á vinnu- stöðum er að staðaldri gengið framhjá konum, þótt þær standi starfsbræðrum sínum jafnfætis um hæfni. Nái konan að forframast, má hún búast við beiskju- blandinni gagnrýni og óvild i sinn garð. í hinni hörðu samkeppni í nútíma banda- rísku þjóðfélagi er oft síðasta úrræðið að þoka konu burt af sviðinu, og það er því auðveldara sem karlmaðurinn hefur hin óskráðu lög bak við sig. Á styrjaldarárunum var störfum og kunnáttu kvenna tekið fegins hendi; eftir striðið ráku þær sig á vissa andstöðu, e. t. v. heldur kurteislega, en samt að því er virtist óyfirstiganlega. Konunum sýnd- ist það þá stórum auðveldara að njóta ástúðar i hjónabandi en standa i þófi út á við, og þar með fengu þær lika afsökun fyrir því að taka ekki upp samkeppnina við karlmanninn. Þetta gæti orðazt eitt- hvað á þessa leið: Ég lifi lífi mínu gegn- um eiginmann og börn; það er auðveld- ara; eins og allt er í pottinn búið í ver- öldinni, er hlutskipti konunnar skárra þegar hún tekur á móti þeim hlunnind- um, sem geta fylgt því. 45

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.