Samvinnan - 01.10.1971, Page 48
Guðjón B. Ólafsson:
Sambandtö og
fiski&naburinn
Piskveiðar, fiskiðnaður og fiskverzlun
eru nú mjög til umræðu og verða væntan-
lega mikið i sviðsljósinu í næstu framtíð.
Hér á íslandi er fiskveiðilögsaga, veiðiþol
fiskstofnanna og endurbygging hrað-
frystiiðnaðarins i brennidepli. í Vestur-
Evrópu eru markaðsmál og réttur til fisk-
veiða mjög á dagskrá i sambandi við
væntanlega stækkun á Efnahagsbanda-
lagi Evrópu.
Óhætt mun að segja að úrlausn þeirra
mála, sem að framan er getið, muni ekki
aðeins hafa áhrif á framtíðarstarfsemi
fiskiðnaðarfyrirtækja í landinu, því
framtíð íslehzks efnahagslifs mun vissu-
lega ráðast að verulegu leyti af þvi
hvernig fiskiðnaðinum farnast. Ég mun
hér freista þess að bregða upp í stórum
dráttum mynd af fiskveiðum og fiskiðn-
aði í heiminum, og reyna jafnframt að
fella ísland inn í þá mynd, í von um að
það geti orðið mönnum til glöggvunar á
stöðu okkar í þessum atvinnuvegi.
í fróðlegri skýrslu sem gefin er út af
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam-
einuðu þjóðanna (F.A.O.) er að finna
upplýsingar um fiskveiðar allra þjóða
heims. Nýjustu tölur, sem gefnar hafa
verið út, eru frá árinu 1969, og samkvæmt
þeim er heimsfiskaflinn talinn vera 63,1
millj. tonn. Er það þrefalt meiri afli en
fyrir 30 árum, en á seinustu þremur ár-
um hefur aflamagnið nánast staðið í stað.
Aflinn skiptist þannig á milli þeirra
heimsálfa sem mest veiða, að Asia er
hæst með 24,7 millj. tonn. Suður-Amerika
næst með 11,3 millj. tonn, þá Evrópa að
Sovétríkjunum undanskildum með 11,2
millj. tonn, en síðan koma aðrir heims-
hlutar með minna magn. Mestan afla
einstakra landa hafði Perú 9,2 millj. tonn,
þá Japan 8,6 millj. tonn, Sovétríkin 6,5
millj. tonn, en afli Kína er talinn vera
5,8 millj. tonn og er að líkindum of lágt
áætlaður. ísland er i 20. sæti á þessum
lista með 689 þús. tonn, en hæst höfum
við komizt í 11. sætið á árunum 1965 og
1966, en þá nam ársaflinn um 1,2 millj.
tonna á hvoru ári. Til samanburðar má
geta þess að Norðmenn eru í 6. sæti árið
1969 með 2,5 millj. tonn, Danmörk í 11.
sæti með 1,3 millj. tonn, Bretar í 14. sæti
með tæplega 1,1 millj. tonn og Vestur-
Þjóðverjar i 21. sæti næst á eftir íslend-
ingum með 651 þús. tonn.
Samsetning aflans
Að sjálfsögðu er samsetning þessa afla
æði margvísleg. Án þess að fara alltof
langt út í sundurliðun, má nefna að um
6,8 millj. tonn eða rúmlega 10% er fersk-
vatnsfiskur. Um 18,3 millj. tonn er síld,
ansjósa og skyldir fiskar, 1,5 millj. tonn
skelfiskur, þ. e. a. s. krabbar, rækjur,
humar o. s. frv., um 3,2 millj. tonn hörpu-
diskur, kræklingur og skyldur fiskur, og
loks um 8,7 millj. tonn af þeim fiskteg-
undum sem okkur skipta mestu, þ. e.
þorski, ýsu og ufsa. Úr þessari upptaln-
ingu er sleppt allmörgum fisktegundum
sem ekki snerta fslendinga. Ef litið er á
Atlantshafsþorskinn einan sér, er heild-
araflinn talinn vera 3,6 millj. tonn árið
1969. Af því magni veiða Sovétmenn mest
eða 818.000 tonn, næstir koma Norðmenn
með 430.000 tonn, þá Bretar með 395.000
tonn, en íslendingar eru i 6. sæti með
286.600 tonn. Sjálfsagt mun ýmsum þykja
fróðlegt að íslendingar afla þannig að-
eins um 8% af þeim þorski sem veiddur
er i Atlantshafinu.
Bandaríkjamarkaður
Samkvæmt framangreindum skýrslum
er talið að um 64% eða um 40 y2 millj.
tonna af heildaraflanum fari til mann-
eldis, en afgangurinn, um 20 millj. tonna,
til vinnslu í fiskimjöl og lýsi. Með öðrum
orðum: 2 af hverjum 3 tonnum sem upp
úr sjó koma eru nýtt til manneldis, þriðja
tonnið fer til iðnaðarvinnslu. Árið 1958
var hinsvegar talið að um 84% heimsafl-
ans færu til manneldis, og virðist þvi þró-
unin í þessum efnum hafa stefnt í öfuga
átt. Af þeim hluta aflans sem talinn er
fara til manneldis er 44% eða 17,8 millj.
tonna neytt i ferskri mynd; 21% eða um
81/2 millj. tonna fer til frystingar; 20%
eða um 8 millj. tonna er saltað, þurrkað,
reykt eða verkað á annan álíka hátt; en
14% eða 4,2 millj. tonn fer til niðursuðu.
Þróun seinustu 10 ára hefur verið öflug
í þá átt, að frysting hefur aukizt á kostn-
að hinna þáttanna nema niðursuðu, sem
einnig hefur aukizt lítillega. Þessar tölur
skulu látnar nægja um fiskveiðar og fisk-
verkun annarra landa. Hlutur íslands af
heimsaflanum árið 1969 var um 1% ef
miðað er við heildina, en ef aðeins er
miðað við þann hluta aflans sem nýttur
er til manneldis er hlutur íslands 1,26%.
Nokkuð erfitt er að gera sér grein fyrir
hlut íslands í heimsverzlun með fiskaf-
urðir til manneldis, en ef litið er á fryst
fiskflök og blokkir — sem er þýðingar-
mesta útflutningsvara íslendinga — virð-
ist hlutur okkar nema um 17%. Talið er
að helztu framleiðslulönd frystra fisk-
flaka hafi flutt út um 390.000 tonn af
ýmsum flaka- og blokka-pakkningum á
árinu 1969, og þar af komu frá íslandi um
68.000 tonn, Kanada 111.000 tonn og Nor-
egi 116.000 tonn, en þessi þrjú lönd eru
langstærst i framleiðslu og útflutningi
þessarar mikilvægu vörutegundar.
Helztu innflutningslönd þessara afurða
eru Bandaríkin, Bretland, Sovétríkin og
síðan hin ýmsu riki Austur- og Vestur-
Evrópu. Stærsti markaðurinn fyrir fryst-
an fisk eru Bandaríkin, en innflutningur
fiskblokka til vinnslu nam 126.000 tonn-
um árið 1970 og innflutningur fiskflaka
110.000 tonnum, eða samtals keyptu
Bandaríkjamenn um 235.000 tonn af
frystum fiski á s.l. ári. Fiskneyzla hefur
farið hægt en stöðugt vaxandi i Banda-
ríkjunum. Auk þessa magns flytja Banda-
rikjamenn inn mikið af öðrum fiskafurð-
um, svo sem fiskimjöli, rækjum o. s. frv„
en það verður ekki rakið nánar hér. Á
undanförnum árum hafa um 60—65% af
freðfiskframleiðslu íslendinga verið seld
til Bandarikjanna, eða um 50—60.000
tonn árlega, sem nemur um fjórðungi af
heildarinnflutningi Bandarikjanna af
þessum vörutegundum. Bandaríkjamark-
aður gerir mestar kröfur um gæði, útlit
og pökkun vörunnar, og þar fæst jafn-
framt að jafnaði hæsta verð. Útflutning-
ur íslendinga skiptist í svonefndar flaka-
pakkningar og blokkir. Flakapakkning-
arnar eru seldar áfram óunnar til veit-
ingastaða ýmiskonar, en blokkirnar eru
notaðar til frekari úrvinnslu í fiskrétta-
verksmiðjum. Eins og kunnugt er, starf-
rækja íslendingar tvær slikar verksmiðj-
ur i Bandaríkjunum, og er önnur þeirra í
eigu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
en hin er eign Sambandsins og frystihúsa
sem Sambandið selur afurðir fyrir.
Eins og að framan er getið nam inn-
flutningur fiskblokka til Bandarikjanna
125.000 tonnum á árinu 1970. Af því
magni var hlutur íslands 33.000 tonn eða
26%. Framleiðsla fisksteika og -stauta af
ýmsum. gerðum var um 150.000 tonn á ár-
inu 1970. Eftir því sem bezt er vitað, var
hlutur íslenzku verksmiðjanna tveggja í
þessu magni um 30.000 tonn. Þar af var
hlutur Sambandsverksmiðjunnar Iceland
Products um 10.500 tonn eða sem næst
7% af framleiðslu þessarar vörutegundar
í Bandaríkjunum. Hér er um að ræða all-
merkilegan árangur miðað við það, að
aðeins eru rúm 10 ár síðan þessi starfsemi
hófst í Bandaríkjunum og þá af miklum
vanefnum.
Sovétmarkaðurinn
Annar þýðingarmesti markaður fyrir
freðfiskframleiðslu íslendinga eru Sovét-
rikin. Þangað eru seld um 15—25.000 tonn
freðfisks árlega eða um 20—25% heildar-
framleiðslunnar. ísland hefur um langt
árabil verið stærsti seljandi freðfisks til
Sovétríkjanna, og á árinu 1971 er ekki
vitað til að Sovétríkin kaupi neinn freð-
fisk frá öðru Vestur-Evrópuríki en ís-
landi. Á undanförnum árum hafa Sovét-
menn aðallega keypt ufsa- og karfaflök
frá íslandi og einnig heilfrystan smáfisk.
Minna magn freðfisks er síðan selt til
48