Samvinnan - 01.10.1971, Síða 50
króna til sjómanna og 300 millj. króna til
starfsfólks í landi. Ef áætlað er að heild-
arlaunagreiðslur í landinu nemi um 20
þús. millj. kr. er þáttur fiskvinnslu sem á
einn eða annan hátt er tengd Samband-
inu um 2,75%.
Þessar tölur gefa til kynna hve mikil-
væg áhrif þessi grein starfseminnar hlýt-
ur að hafa á hinar ýmsu starfsgreinar
aðrar innan vébanda Sambandsins. Víða
á landinu eru kaupfélögin myndarlegir
aðilar að fiskvinnslu. Sem dæmi rná
nefna kaupfélagið á Hornafirði, Kaup-
félag Eyfirðinga, Kaupfélag Suðurnesja,
Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Dýrfirð-
inga, Kaupfélag Skagfirðinga og Kaupfé-
lag Þingeyinga á Húsavík, en því eru þessi
félög nefnd hér að þau eru stærst á þessu
sviði.
Fiskvinnslufyrirtækin og útgerðin eru
rekin ýmist sem óaðskilinn þáttur í starf-
semi viðkomandi kaupfélaga eða sem sér-
stök hlutafélög í sameign við ýmsa aðra
aðila. Félagsformin geta verið mismun-
andi, og ekki henta sömu reglur alstaðar.
Þó er það mín skoðun, að æskilegt sé að
öðru jöfnu að blanda ekki saman rekstri
á venjulegri verzlun með hinar ýmsu
nauðsynjavörur og t. d. útgerð og fisk-
vinnslu. Eðli sínu samkvæmt er öll fram-
leiðsla sjávarafurða á íslandi áhættusöm,
og því mun sú skoðun almennt viður-
kennd að ekki sé æskilegt að reytum sé
ruglað saman hjá neytendum, bændum,
fiskimönnum og starfsfólki við fisk-
vinnslu, svo að dæmi séu nefnd, þannig
að einhverjir þessara aðila þurfi að biða
skaða vegna þess að illa fer hjá hinum.
Eðlilegri og æskilegri stefna væri að hin
ýmsu samvinnufélög innan vébanda
Sambandsins væru virkir þátttakendur í
rekstri fiskvinnslufyrirtækja í sínum
heimabyggðum og þá helzt í félagi við t.
d. bæjar- eða sveitarfélög og það fólk sem
hagsmuna á helzt að gæta í sambandi
við starfrækslu slikra fyrirtækja.
Mikil þörf er á því að Sambandsfélög
vinni markvisst að því að auka hlut sinn
og þar með Sambandsins í framleiðslu
sjávarafurða á komandi árum. Að því
liggja ýmis mikilvæg rök. Um þessar
mundir stöndum við að vissu leyti á
krossgötum í þessum efnum. Fiskrétta-
verksmiðja og sölustarfsemi Sambandsins
og frystihúsanna í Bandaríkjunum hefur
verið í uppbyggingu og vexti allt frá
stofnun fyrirtækisins Iceland Products
árið 1951, og er nú svo komið að frystihús
á vegum Sambandsins eiga fullt í fangi
með að framleiða nægilegt hráefni fyrir
verksmiðjuna. Hinsvegar virðist af ýms-
um ástæðum æskilegt að unnt verði að
auka enn framleiðslu verksmiðjunnar, til
að hagkvæmni geti vaxið og samkeppnis-
aðstaða við aðra framleiðendur verði
bætt. Líkur benda til þess að fiskblokkir
verði ekki auðkeyptar á frjálsum markaði
á næstu árum, og eina örugga leiðin til að
nálgast hið æskilega takmark er að auka
eigin framleiðslu.
Á þessu hausti mun Sambandið eignast
nýtt frystiskip, sem kemur til með að
hafa mun meiri afkastagetu en Jökul-
fellið sem fyrir er. Það magn sem við nú
höfum til umráða nægir ekki til að veita
úttiutningur sjÁvmruRðmmR
V£RDMMTI ÚTFIUTWNBS SJÁVAHAfUHOADBlDMI
ÁMD 1970 3KIPT ÍFTIP LOHDUM í ÞÚS. KR. •—'
Ull USA 787052 z DANMÖRK 55827 7i FINNLAND 5874
2 1 USSR 191670 8. SHÞJQD 53952 FRAKKLAND 5062
3 mmwm /327/8 ft DELGIA //46o « ASTRAUA 3928
4 ITAUA 88439 i? PpLLAND //3/8 í JAPAN 3.225
5 ! ÞYZKALAND 87.965 u /0.735 n jm iTTö
6 WZT'' 58.035 WAfrn 7964 SAMFALS/524.3641
50