Samvinnan - 01.10.1971, Side 51
hinu nýja skipi fullt verkefni eins og
æskilegt og hagkvæmt væri. Af þessum
og fleiri ástæSum er nauðsynlegt að
vinna markvisst að framleiðsluaukningu
fiskvinnslustöðva á vegum Sambandsins.
Þetta er tvímælalaust hægt, en til þess
þarf ýmislegt að gera, bæði af hálfu opin-
berra aðila og fyrirtækjanna sjálfra. í
fyrsta lagi þarf að tryggja aukna hlut-
deild íslendinga í fiskveiðum á heima-
miðum, þannig að meiri afli berist til
fiskvinnslustöðva þeirra sem fyrir eru í
landinu. Jafnframt þarf að stórauka
rannsóknir á fiskigöngum, veiðiþoli fisk-
stofnanna o. s. frv. í öðru lagi er um að
ræða mikilvægt skipulagsatriði sem að
verulegu leyti er á valdi fiskiðnaðarins
sjálfs að leysa, en þó í náinni samvinnu
við opinbera aðila. Hér er átt við skipu-
lagða samræmingu á fisköflun annars-
vegar og starfrækslu fiskvinnslustöðva í
landi hinsvegar. Varðandi síðara atriðið
er hætt við að nokkuð hafi dregið í sund-
ur með íslendingum og þeim þjóðum, sem
fremst standa í þessum efnum, á sein-
ustu 10 árum eða svo. Þróun í gerð fiski-
skipa á seinustu árum virðist merkilega
lengi hafa farið fram hjá íslenzkum út-
gerðarmönnum. Þá munu hin erfiðu
rekstrarár á síðari hluta s. 1. áratugs
hafa orðið þess valdandi að fiskvinnslu-
stöðvar gátu ekki endurbætt véla- og
tækjakost sinn nægjanlega. En kannski
er mikilvægast af öllu að samræmt skipu-
lag hefur vantað í öflun hráefnis annars-
vegar og vinnslu þess hinsvegar, þannig
að fjöldi tiltölulega velbúinna fisk-
vinnslustöðva stendur hér verkefnalítill
eða verkefnalaus mánuðum saman, á
meðan aðrar þjóðir hafa lagt á það
áherzlu að nýta fjárfestingu í fisk-
vinnslustöðvum sem bezt með stöðugri
vinnu. Auk þess hefur stöðug vinna að
sjálfsögðu stórkostlega þýðingu í sam-
bandi við starfsfólk fiskvinnslustöðvanna.
í stuttu máli: verkefni næstu ára hljóta
þannig að verða að miða að því að auka
hlut íslendinga sjálfra í þeim afla sem
miðin í kringum landið gefa af sér og
skipuleggja úrvinnslu hans, þannig að
fjárfesting og vinnukraftur fiskvinnslu-
stöðvanna nýtist sem bezt. Norðmenn og
Kanadamenn hafa farið mjög inn á þá
braut að afla hráefnis með 350—500
tonna skuttogurum sem landa reglubund-
ið hjá fiskvinnslustöðvum í landi. Kostir
þessara vinnubragða eru margvíslegir, og
sem betur fer hafa hérlendir aðilar nú
loks sýnt verulegan áhuga á því sem
þarna hefur verið að gerast á undanförn-
um árum. Standa vonir til þess að álíka
þróun geti orðið í þessum málum hér-
lendis á næstu árum, en slíkt ætti að
geta leitt fiskvinnslu á hærra stig en hún
að ýmsu leyti er á í dag. Það er varla
leyndarmál að fiskvinnsla er einna
minnst eftirsótt af hinum ýmsu störfum
hér á landi, og er lítill vafi á því að
óregluleg vinna og mislangur vinnudagur
eiga sinn þátt í því.
Starfsemi SjávarafurSadeildar
Hér að framan hefur verið fjallað
nokkuð á víð og dreif um ýmis málefni
viðkomandi sjávarútvegi innanlands og
utan. Hér er um stóran málaflokk að
ræða og víða hægt að drepa niður. Margt
verður því að vera undanskilið. Hér á eft-
ir mun loks leitazt við að skýra í stórum
dráttum frá starfsemi Sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins á s.l. ári.
Starfsfólk deildarinnar í árslok 1970 var
samtals 28 manns, 26 karlar og 2 konur. í
stórum dráttum má skipta starfsemi
deildarinnar í útflutning allskonar sjáv-
arafurða, skipulagningu framleiðslu
hinna ýmsu fiskvinnslustöðva, leiðbein-
ingarstarfsemi og eftirlit með framleiðslu
fiskvinnslustöðvanna, innkaup og dreif-
ingu á umbúðum, veiðarfærum og ýms-
um rekstrarvörum, rekstur vörugeymslu
eða birgðastöðvar fyrir umbúðir og
rekstrarvörur, og loks tækni- og viðgerð-
arþjónustu. Á árinu 1970 var heildarvelta
Sjávarafurðadeildar 1.715,1 millj. króna
og hafði aukizt um 28,1% frá árinu áður.
Á mynd 3 má sjá magn og veltu deildar-
innar á s.l. 10 árum. Eins og taflan ber
með sér, hefur útflutt magn verið mest á
árunum 1965—66, en skýringin á því er
fólgin í því, að á þessum árum var heild-
arfiskafli landsmanna meiri en nokkru
sinni áður, og átti síldin sinn verulega
þátt í því. Á þessum árum flutti Sjávar-
afurðadeild út allmikið magn af síldar-
mjöli og síldarlýsi, en magn þessara af-
urða hefur síðan að sjálfsögðu minnkað
með minnkandi síldarafla.
Mynd nr. 2 sýnir freðfiskframleiðslu á
vegum Sjávarafurðadeildar á seinustu 10
árum. Á árinu 1970 var framleiðslan
18.521 tonn og hefur ekki áður verið meiri.
Heildarútflutningur landsmanna árið
1970 á fiskafurðum að undanskildum
hvalafurðum og ferskum fiski nam 8.882
millj. kr. miðað við f.o.b. verðmæti, en
hluti Sjávarafurðadeildar þar af var 1.425
milj. kr. eða 16.05%. Hlutur Sjávaraf-
urðadeildar í heildargjaldeyrisöflun þjóð-
arinnar var á árinu rétt innan við 10%,
og er þá miðað við tekjur af vöruútflutn-
ingi og eins óbeinar gjaldeyristekjur.
Verðþróun á frystum fiskflökum og
blokkum var óvenjulega hagstæð á ár-
inu 1970. Sem dæmi má nefna að þorsk-
blokk hækkaði á árinu úr 25 bandarískum
sentum fyrir hvert pund i ársbyrjun í
39,6 sent í árslok. Á sama hátt hækkuðu
þorskflök úr liðlega 30 sentum í ársbyrjun
í 47,4 sent í árslok. Ef hugleitt er að út-
flutningur freðfisks nam á árinu um 35%
af öllum vöruútflutningi landsmanna, má
og augljóst vera hve mikla þýðingu þessi
hagstæða verðþróun hefur haft fyrir
þjóðarbúið.
Þess ber að geta í þessu sambandi að
þessi hækkun kemur fiskverkendum ekki
öll til góða á árinu 1970, þar sem veruleg
fjárhæð er greidd inn í Verðjöfnunarsjóð
sjávarútvegsins eins og kunnugt er.
Sú skipulagsbreyting var gerð á starf-
semi Sjávarafurðadeildar frá og með 1.
janúar 1989, að þá tók til starfa félag
þeirra fiskvinnslustöðva sem selja afurðir
sínar í gegnum Sjávarafurðadeild, Félag
Sambandsf iskf ramleiðenda. J af nf ramt
eignuðust meðlimir í því félagi hlutabréf
í Iceland Products Inc., sölufélagi Sam-
bandsins í Bandaríkjunum. Samkvæmt
samningi, sem þá var gerður milli Sam-
bandsins og Félags Sambandsfiskfram-
leiðenda, greiðist helmingur af tekjuaf-
gangi Sjávarafurðadeildar til fiskvinnslu-
stöðvanna, og leggst í séreignarsjóði
þeirra hjá Sjávarafurðadeild. Á árunum
1969 og 1970 hefur Sjávarafurðadeild end-
urgreitt tekjuafgang til meðlima í Félagi
Sambandsfiskframleiðenda samtals að
fjárhæð kr. 16.046.837,36. Auk þess hafa á
þessum tveimur árum verið veittir sér-
stakir afslættir vegna veiðarfæra og salt-
viðskipta við Sjávarafurðadeild að upp-
hæð kr. 1.023.455,00 og greiddar kr.
2.466.306,95 í vexti af stofnsjóðum. Sam-
tals nema þvi greiðslur til frystihúsanna
á þessum tveimur árurn kr. 19.536.598,00.
Þá hafa viðkomandi fiskvinnslustöðvar
lagt i séreignarsjóði sína 1% af andvirði
frystra sjávarafurða á þessum tveimur
árum, þannig að samtals námu séreignar-
sjóðir fiskvinnslustöðva i vörzlu Sjávar-
afurðadeildar kr. 30.863.581,00 í árslok
1970, en þetta fé er notað til að standa
undir rekstrarfjárþörf Sjávarafurðadeild-
ar. Er hér um að ræða skipulagsbreyt-
ingu, sem telja verður mjög þýðingar-
mikla fyrir starfsemi Sjávarafurðadeildar
og eins fyrir þær fiskvinnslustöðvar sem
við deildina skipta.
Mynd 4 sýnir útflutning Sjávarafurða-
deildar til hinna ýmsu viðskiptalanda í
þúsundum króna á árinu 1970. í Banda-
ríkjunum fer sölustarfsemin fram í gegn-
um fyrirtæki Sambandsins og frystihús-
anna, Iceland Products Inc., sem eins og
áður er sagt starfrækir fiskréttaverk-
smiðju í Harrisburg í Pennsylvaníu-fylki
í Bandaríkjunum. í Bretlandi starfrækir
Sambandið einnig litla fiskréttaverk-
smiðju undir nafninu Samband Selected
Seafoods. Þá taka skrifstofur Sambands-
ins í London og Hamborg virkan þátt í
sölu ýmissa sjávarafurða, og loks eru við-
skipti gerð héðan að heiman við við-
skiptaaðila í allmörgum löndum.
Endurbætur nauðsynlegar
Að lokum skal lauslega minnzt á það
verkefni sem einna mesta þýðingu kann
að hafa fyrir íslenzkan fiskiðnað í náinni
framtíð, en það eru hinar nýju kröfur
sem talið er að Bandaríkjamenn muni
gera með lagasetningu í náinni framtið
til hreinlætis og aðbúnaðar fiskvinnslu-
stöðva. Til þess að mæta þessum kröfum
þurfa miklar endurbætur að eiga sér stað
í íslenzkum fiskvinnslustöðvum og á um-
hverfi þeirra. Ekki er enn vitað hve mikið
fjármagn mun þurfa til að gera þessar
endurbætur, en samkvæmt lauslegum
áætlunum hafa verið nefndar tölur allt
frá 2000 til 5000 millj. kr. Er þá átt við
bæði hluta fiskvinnslustöðvanna og eins
nauðsynlegar framkvæmdir bæjar- og
sveitarfélaga við endurnýjun vatnsveitna,
holræsa, malbikun gatna o. s. frv. Talið
er að þessar umbætur verði að fram-
kvæmast á næstu tveim til þrem árum.
Hér er um að ræða stórt verkefni sem
tryggja þarf fjármagn fyrir og um leið
stórkostlegt tækifæri til að endurskipu-
leggja íslenzkan fiskiðnað þannig að
hann verði í fremstu röð. Ekkert minna
sæmir íslendingum. Ekkert minna dug-
ar. 4
51