Samvinnan - 01.10.1971, Side 53
axlaði sekkinn og rak lestina, muldrandi
í barm sér alla leiðina.
Sinkhonen og Mákilá völdu kúskana
sem flytja átti til. Það mæddi ekki svo
lítið á Mákilá þessa dagana. Öll skipuleg
vistaútvegun var úr sögunni. Bókfærslan
var í molum. Nákvæm tala á þeim sem
átti að fæða var ekki til. Stundum varð
hann að fæða tylftir manna sem orðið
höfðu viðskila við herdeildir sínar. Út-
búnaður hvarf sporlaust, því að kúskarnir
léttu með leynd á vögnum sinum, og
margir hestar höfðu verið drepnir í loft-
árásum. Mákilá varð nízkari og nízkari.
Því meira sem fór forgörðum, því fastar
hélt hann í það sem eftir var. Þveröfugt
við aðra birgðaverði, sem urðu kærulaus-
ari og kærulausari.
— Hvar eru horgrindurnar sem við eig-
um að kúska? Við skulum koma hjólunum
á hreyfingu svo að striðsgróðamennirnir
geti haldið áfram að græða.
Mákilá leiddi þessi orð hjá sér og benti
Korpela á hest og sagði:
— Þarna er þinn. Og nú ríður á að þú
hirðir vel um hann og lofir honum að
bíta hvenær sem færi gefst.
Það hvein í Korpela:
— Hvað heldurðu eiginlega að þú sért?
Ég hef hirt hesta allt mitt líf. Passa þú
þitt, og ég skal passa mitt.
Mákilá roðnaði og ræskti sig. Hann
talaði ekki fleira við Korpela, en þess
gætti í rödd hans hvernig honum leið
þegar hann talaði við hina. Korpela
skoðaði aktygin, togaði og reif í þau og
tuldraði eitthvað við sjálfan sig. Mákilá
gaf honum hornauga, en sagði ekkert.
Það var ekki fyrr en Korpela var farinn
að hann lagfærði aktygin. Svo spurði
hann kúskana:
— Hver á að keyra súpuna frameftir í
dag?
Sprengikúlur sprungu meðfram vegin-
um. Þessvegna gaf enginn sig fram.
— Uusitalo, röðin er komin að þér.
Uusitalo bölvaði og ragnaði:
— Rétt. En farðu sjálfur einu sinni svo
þú vitir hvernig það er. Það er létt verk
að standa þarna og skipa fyrir.
Án þess að segja orð sótti Mákilá hest
sem stóð tjóðraður við tré, teymdi hann
að kerrunni, spennti hann fyrir og lyfti
súpupottinum á kerruna. Hann var að
leggja af stað þegar Uusitalo gekk að
kerrunni og sagði:
— Komdu með taumana og til helvítis
með þig.
Mákilá deplaði augunum og horfði
framhjá Uusitalo, kippti í taumana og
sagði:
— Hrrm . . . err . . . svona já . . . Ég
fer. í þetta sinn.
Hann hottaði á hestinn og gekk við hlið
kerrunnar því að honum fannst hestur-
inn eiga nóg með pottinn. Vegna loft-
árásanna var eldhúsið og vistirnar nú
mun lengra frá víglínunni en venjulega.
Vegalengdin nam nokkrum kílómetrum.
Þegar Mákilá hafði farið nokkurn spöl
mætti hann sendiboða á reiðhjóli sem
nam staðar og aðvaraði hann:
— Farðu varlega. Þeir eru að skjóta á
veginn. Kúlurnar falla mjög þétt fyrir
handan sprengjuvörpustöðvarnar.
Mákilá svaraði ekki, hann starði bara
beint fram fyrir sig og hélt áfram. Hann
fór framhjá sprengjuvörpustöðvunum og
nálgaðist staðinn sem lá undir skothríð-
inni, mýrlenda kvos fyrir neðan bratta
hæð. Á hæðinni nam hann staðar og beið
eftir að hlé yrði á sprengjukastinu. Kúl-
urnar féllu með stuttu millibili. Strax á
eftir skotdynknum frá sprengjuvörpunni
heyrðist flaut í loftinu og það þagnaði
andartak áður en sprengjan sprakk.
Hesturinn skalf og fnæsti og Mákilá tók
fast um beizlið. Hléin milli sprengjanna
lengdust, og þegar engin hafði sprungið
í fimm mínútur settist Mákilá uppí kerr-
una. En hann var ekki kominn nema nið-
ur í hæðina miðja þegar sprengjujkastið
hófst aftur. í fyrsta sinn á ævi sinni barði
Mákilá hest og hann tók strax á sprett
niður slakkann. Moldar- og grjótsúlurnar
risu í aðeins tíu til tuttugu metra fjar-
lægð, en jörðin var blaut og það dró úr
sprengjukraftinum og flísafluginu. Hest-
urinn prjónaði og gekk afturábak. Mákilá
stökk af kerrunni og tók í beizlið og
teymdi nú klárinn.
Næstu tvær sprengjurnar sprungu fjær
þeim. Hesturinn hneggjaði og reis uppá
afturlappirnar. Mákilá klappaði honum
og talaði við hann í huggunartón:
— Vertu ekki hræddur. Komdu, við
skulum halda áfram. Mennirnir eru ekki
almáttugir. Allt hvílir i hendi Guðs.
Mákilá talaði við hestinn, en i rauninni
var hann að sefa sjálfan sig. Hann var
samt rólegur á yfirborðinu. Hann horfði
beint fram og deplaði bara augunum og
ræskti sig þegar sprengjurnar sprungu.
Enn einu sinni heyrðist hvellur i vörpu og
sprengja fór á loft og að þessu sinni
heyrðist flautið grunsamlega stutta
stund. Mákilá sá grasgræna froðu koma
á hönd sina úr hestinum og skynjaði
dyninn í loftinu og svo sá hann rauðan
bjarmann fyrir framan sig á veginum.
Gígur myndaðist. Sprengjan hlutaði
Mákilá í tvennt.
Hesturinn féll milli vagnkjálkanna. Gat
var komið á súpupottinn og þar vall súp-
an út og niður í sprengjugíginn.
Hesturinn reyndi að rísa á fætur og rak
i langt kvalafullt hnegg. Svo kastaði
hann höfðinu til nokkrum sinnum og féll
siðan saman.
Næsta sprengikúla jós leðju yfir bæði
likin.
★
Vagnlestar runnu sleitulaust eftir öllum
vegum. Dagurinn var ekki risinn, en samt
svo bjart að kúskarnir óttuðust árásir
flugvéla. Vagnarnir voru þaktir laufblöð-
um, og greinum hafði verið stungið niður
með aktygjunum. Nokkrir mannanna
voru einnig með greinafléttur um höfuð-
ið.
— Haldið réttu bili milli vagnanna,
hrópaði Sinkhonen og reyndi að komast
á reiðhjóli sínu eftir vegarbrúninni fram-
hjá vögnunum. Lamnio var með í förinni,
því að Karjula hafði falið honum að
stjórna undanhaldi flutningatækjanna.
Korpela, nýi kúskurinn, gekk til hliðar
við vagn sinn og hélt í taumana. Hann
hafði grandskoðað hlassið í leit að for-
ingjadóti, sem hann gæti skeytt skapi
sínu á, en fyrirrennari hans hafði fjar-
lægt allt slíkt.
Sinkhonen bað hann að vera vel á verði
gegn flugvélum. Korpela hvæsti:
— Hættu þessu masi um flugvélar.
Passaðu bara hjólið þitt, svo þú komist
undan.
Við veginn stóð Lottan Raili Kotilainen.
Henni hafði ekki tekizt að krækja sér í
eiginmann í þessu stríði. En í uppbótar-
skyni hafði hún eignazt sæg friðla. Að-
stoðarforinginn, sem á fyrstu dögum
stríðsins hafði ljósmyndað hana hjá her-
tekinni sprengjuvörpu, var fallinn fyrir
löngu siðan. Þá var hún blómleg ung
stúlka, en stríðið hafði leikið hana grátt
eins og fleiri. Hún var svo djúpt sokkin að
síðast var hún í tygjum við rétta og slétta
skriðdrekabyssuskyttu. Sic transit gloria
mundi, voru orðin sem Sarastie hafði um
niðurlægingu hennar.
Nú var hjólið hennar bilað. Hún var
þreytt og miður sín. Mennirnir fyrirlitu
hana og leyndu því ekki. Þegar hún kom
auga á Korpela ákvað hún að biðja hann
ásjár. Hann var svo gamall að hún gerði
sér vonir um að geta vakið föðurlegar til-
finningar hans, og það var einmitt þann-
ig viðmót sem hún þarfnaðist svo sárlega.
— Hjólið mitt er í lamasessi, og ég er
svo þreytt. Ég er lika með hælsæri. Má ég
sitja á vagninum?
Stúlka í fremstu víglínu? Herra minn
trúr! Hún verkaði á Korpela eins og rautt
klæði á naut.
— Ég keyri aldrei skít á sunnudögum.
Lamnio heyrði þetta. Hann sagði stúlk-
unni að klifra uppi næsta vagn, og hróp-
aði síðan á Korpela:
— Korpela hermaður!
— Hvað gengur á?
— Hvað sagðirðu við stúlkuna?
— Það sem ég sagði. Hesturinn á nóg
með hlassið sem fyrir er, þótt ég fari ekki
að bæta á hann foringjahórunum.
— Gættu að hvað þú segir. Eitt orð enn,
og þú skalt fá að finna fyrir því.
— Passaðu kjaftinn á sjálfum þér bölv-
aður spjátrungurinn með rönd í buxum.
Korpela hrópaði til hinna kúskanna:
— Halló, menn! Hvaða skítalabbi er
þetta sem alltaf er í hælunum á mér?
Randaflugur eru vanar að vera í rassgat-
inu á hestunum. Ætla þær nú að fara að
leggjast á fólk?
— Þú ert tekinn fastur. Hei, þið þarna!
Komið hingað, þið þarna tveir. Takið
byssuna og beltið af Korpela.
Enginn gaf sig fram. Og þess gerðist
raunar ekki þörf. Einhver hrópaði há-
stöfum:
— Fiugvélar . . . Loftárás . . . í skjól!
Hestarnir voru teymdir í hasti af veg-
inum, inn í skóginn, og allt kvikt hvarf
af veginum — nema Korpela og hestur
hans. Vagninn sat fastur í skurði og hest-
urinn hafði ekki afl til að draga hann
upp. Korpela togaði og lyfti og áreynslan
var svo mikil að það var eins og augun
ætluðu út úr höfðinu á honum, en allt
kom fyrir ekki. Kerran sat föst.
Fyrir aftan voru sprengjurnar byrjaðar
að springa.
53