Samvinnan - 01.10.1971, Page 56

Samvinnan - 01.10.1971, Page 56
Vinstristjórnin á ríkisráðsjundi ásamt jorseta, herra Kristjáni Eldjám (jyrir enda borðsins), og ríkisráðsritara. Ráðherrar jrá vinstri: Halldór E. Sigurðsson land- búnaðar- og jjármálaráðhcrra, Hannibal Valdimarsson samgöngu- og jélagsmálaráðherra, Einar Agústsson utanríkisráðherra, Olajur Jóhannesson jorsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra, Lúðvík Jósepsson viðslcipta- og sjávarútvegsráðherra, Magnús Kjartansson iðnaðar- og heilbrigðismálaráðherra og Magntís Torji Olajsson menntamálaráðherra. Vinstristjórn Að unnum glæsilegum sigri vinstriafl- anna i landinu var mynduð vinstristjórn á tiltölulega skömmum tíma, og viti menn: hún virtist frá öndverðu eiga vísa samúð þorra íslendinga, sem binda mikl- ar vonir við hana, enda hefur bjartsýni sjaldan verið meiri í landinu. í 12 ár samfleytt hafði Morgunblaðið hamrað á því látlaust, að ný vinstristjórn yrði ógæfa þjóðarinnar, og svo var þetta árangurinn af öllu blekpuði þeirra Morgunblaðs- manna. Nýja stjórnin var ekki bara virt og vinsæl af verkum sínum, sem að vísu voru röskleg og stórmannleg frá byrjun, heldur ekki síður af hinu, að eftir 12 ára íhaldsstjórn var landslýður orðinn svo leiður á hugmyndafátækt, úrræða- og framtaksleysi ráðamanna, að hann tók hinum „reynslulausu“ nýju ráðherrum með fögnuði. Skrif Morgunblaðsins meðan á stjórn- arundirbúningi stóð voru í hæsta máta eftirtektarverð og lærdómsrik. Einn af ritstjórum Tímans sagði við mig fyrir tveimur árum eða svo, að greinilegt væri að Morgunblaðið teidi sig geta ráðið, hverjir kæmust til æðstu metorða í Fram- sóknarflokknum og hverjir yrðu ritstjórar Tímans, og hann kvaðst ekki vita nema eitthvað kynni að vera til í þessu. Um- mæli hans rifjuðust upp fyrir mér þegar ég las bollaleggingar Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðinu um til- raunir vinstriflokkanna til stjórnarmynd- unar, og þá einkum áköll hans og biðl- anir til Hannibals Valdimarssonar. Þau skrif báru vitni öðru tveggja: fullvissu manns með stærsta blað landsins að verk- færi um áhrifamátt sinn og ægivald eða ímyndunarveiki skólapilts sem heldur að hann fái breytt staðreyndum með því einu að orða óskir sínar og koma þeim á þrykk, og finnst mér fyrri kosturinn að- gengilegri. Yfirlýsingar Hannibals Valdimarssonar um Alþýðubandalagið meðan á viðræðum vinstriflokkanna stóð voru vægast sagt kynlegar með hliðsjón af 12 ára samstarfi hans við leiðtoga Alþýðubandalagsins og jafnlangri formennsku hans í þeim sam- tökum. Ummæli hans voru hastarleg á- minning um þá hryggilegu staðreynd, að persónulegir hagsmunir og tilfinningar eru miklu fyrirferðarmeiri í íslenzkri stjórnmálabaráttu en málefni og stefnu- mið. Hinsvegar var krafa Hannibals um að Alþýðuflokknum yrði boðin aðild að vinstristjórn skynsamleg með tilliti til þeirrar viðleitni hans að sameina vinstri- öflin í landinu. Alþýðuflokkurinn hafnaði boðinu og tók sér stöðu við hlið Sjálf- stæðisflokksins einsog ekkert væri sjálf- sagðara. Virðist forusta Alþýðuflokksins vera orðin algerlega mótuð af Sjálfstæð- isflokknum, einsog fram hefur komið meðal annars i herstöðvamálinu, land- helgismálinu og afstöðunni til sætis Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir þá þjóð- arsmán, sem ferill þeirra Guðmundar í. Guðmundssonar og Emils Jónssonar i embætti utanríkisráðherra var, hefði mátt ætla að forráðamenn Alþýðuflokks- ins sæju sig um hönd þegar þessir menn voru horfnir af vettvangi, en þeir virðast kinnroðalaust ætla að halda áfram að troða slóð Sjálfstæðisflokksins og hús- bænda hans í Washington í utanríkismál- um. Sé einhver alvara í tali Alþýðuflokks- manna um að halda nú til vinstri, verða þeir fyrst af öllu að losa sig við núver- andi flokksforustu einsog hún leggur sig og kveðja til nýja menn, sem ekki hafa spillzt af valdabraski og ihaldsþjónkun núverandi flokksbrodda. Sameining vinstrimanna Sameining jafnaðar- og samvinnu- manna í einum pólitískum samtökum er orðin knýjandi nauðsyn. Klofningur þeirra í fjóra flokka, sem byggja í megin- atriðum á sömu hugsjónum félagshyggju, samvinnu, samhjálpar og jöfnuðar allra manna, er pólitísk heimska sem ekki má lengur líðast. Þetta hafa menn úr öllum fjórum flokkum skilið, og hafizt hefur verið handa um útgáfu sameiginlegs mál- gagns ungra Framsóknarmanna, ungra Alþýðuflokksmanna og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, en af einhverj- um óskiljanlegum orsökum er Alþýðu- bandalaginu haldið utanvið þetta sam- starf, nema það stafi af því að ekki eru nein formleg æskulýðssamtök áhangandi Alþýðubandalaginu. Hvernig sem því er háttað, verður nauðsynin á samstöðu og sameiningu æ brýnni, og þar mega per- sónuleg óvild og gamlar væringar for- ustumanna ekki spilla fyrir. Einar Ger- hardsen skýrði frá því á dögunum þegar hann gisti ísland, að norskir jafnaðar- og samvinnumenn hefðu á sínum tima verið þríklofnir, og þá hefði Verkamanna- flokkurinn norski ekki verið stærsti eða öflugasti flokkur landsins, en síðan var sameiningarviðleitnin tekin nýjum tök- um og ekki linnt fyrr en Verkamanna- flokkurinn var einn og óklofinn. Hækjur íhaldsins Stjórnarsamstarf vinstriflokkanna nú og væntanleg sameining jafnaðar- og samvinnumanna gæti og ætti að verða 56

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.