Samvinnan - 01.10.1971, Page 65
Thomas Gainsborough (1727
—1788), enski landslags- og
mannamyndamálarinn, sagði
við konu, sem hann var að
mála, er herpti munninn æ
meir saman svo hann yrði
sem minnstur á málverkinu:
— Ef þér viljið, frú mín
góð, get ég alveg sleppt hon-
um!
Gainsborough átti í miklum
erfiðleikum við að fá mynd af
hinum fræga leikara og Shake-
speare-túlkanda David Garrick
til að líkjast fyrirmyndinni.
— Þetta er grábölvað, hróp-
aði málarinn gramur. Þér get-
ið endurskapað hvaða andlit
sem vera skal, en sjálfur hafið
þér ekkert!
Heinrich Heine (1797—
1856), þýzki skáldsnillingurinn
sem varð einn helzti lærimeist-
ari Jónasar Hallgrímssonar,
bjó í París frá 1830 til dauða-
dags af pólitískum ástæðum.
Dag nokkurn gekk Heine
um götur Parísarborgar ásamt
vini sínum og starfsbróður,
skáldsagnahöfundinum Honoré
de Balzac. A ferð sinni varð
þeim gengið framhjá konu
nokkurri, og strax eftir að þeir
voru farnir hjá sagði Balzac:
— Tókuð þér eftir þessari
konu — hvílík reisn og fágun
sem hún bar með sér! Þetta
verður ekki lært, það er með-
fætt. Eg þori að veðja, að þetta
var hertogafrú.
— Hertogafrú? sagði Heine
efasamur. Ég sá ekki betur en
hún væri léttúðardrós!
Þeir veðjuðu og könnuðu
málið. Þeir unnu báðir veðmál-
ið.
Heine ól á ástríðufullu hatri
í garð Lundúnaborgar, Eng-
lendinga — og þó fyrst og
fremst enskrar tungu, sem
hann lýsti eitt sinn með þess-
um orðum:
— Englendingar gera aldrei
annað en troða tíu—tólf orðum
úr einhverri setningu uppí sig,
tyggja þau rækilega og hrækja
þeim síðan aftur — og þetta
kalla þeir að tala.
Emest Hemingway (1898—
1961),bandaríska sagnaskáldið
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Nóbels 1954, varð eitt sinn fyr-
ir því, að til hans hringdi ung
stúlka og spurði hvort hún
gæti ekki orðið einkaritari
hans.
— Ég hef fullkomið vald á
vélritun og hraðritun, sagði
hún. Ég er sannfærð um, að ég
muni geta annazt allar skriftir
fyrir yður. Ég er sömuleiðis
ákaflega falleg og er reiðubúin
að gera allt annað eins vel og
þér getið bezt á kosið. Þegar
ég segi „allt annað“ meina ég
það í fullri alvöru, sagði hún
að lokum.
— Ég hef nú þegar ágætan
einkaritara, svaraði Heming-
way. Hún annast allar skriftir
fyrir mig. Allt annað sér konan
mín um. Og þegar ég segi „allt
annað“, meina ég það — á Hinrik I (1008—1060), kon-
sama hátt og þér. ungur Frakklands frá 1031,
Osta-og smjörsalan
Gerið Frigor frystikistu að forða-
búri fjölskyldunnar. Hagstæð verð!
StaðgreiÓslu-afsláttur!
Góðir greiðsluskilmálar!
3
STÆRÐIR
jO/Lct££oAvé^o/i/ Á/
RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23, SÍMI
18395
65