Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 10

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 10
158 mannsins, eða feild svo í verði, að óhagur sje sjáanlegur að óvandvirkninni. En til þess að slíkt komi fyrir mega vera meira en smávægileg brögð í tafli, þegar efnamað- ur á í hlut.en kaupmaður hinum megin. Meðan trassa- skapurinn virðist borga sig vel í augnablikinu fyrir fram- leiðandann, og kaupmaðurinn sjer einhvern veg til þess að ná sjer skaðlaust niðri á viðskiptunum, geta svona skyndibrúðkaup orðið mjög ánægjuleg á báðar hliðar. Hrein og bein vísvitandi vörusvik munu eigi ósjaldan hafa komið fram í íslenzkum varningi. Tímarnir eru þó svo breyttir, nú orðið, að flestir munu telja það ísjár- verða áhættu, og þykja illt að verða fyrir þeim dónú sem búast má við að almenningsálitið kveði upp, þegar slíkt kemur í Ijós. Tilhneigingin mun samt eigi dáin út, þó hún reyni að fá sér þann búning er beri afsakanlegra nafn, og víst má fullyrða að bilið er mjótt, og stundum vandfundið, milli trassaskapar í vöruverkun og vísvitandi vörusvika. Að geta íleytt sér áfram, þrátt fyrir hirðuleysi í vöru- vöndun, kitlar þannig síngirnina, storkunartilhneiginguna og allt hið lakasta og ófullkomnasta í manneðlinu. Og því er nú eitt sinn og ætíð svo varið, að mennirnir eru ekki eins góðir og þeir ættu að vera, en forboðna eplið allt af jafngirnilegt. Pess vegna er líka við svo raman reip að draga með vöruvöndunina, að hún hefir sína siðferðislegu hlið og á í höggi við allt það, sem vana- lega stendur þar fyrir umbótum. En það mun naumast verða talið verkefni þessa tíma- rits að fara langt út í siðferðislega sálma, þó það sje rjett- mætt og nauðsynlegt að minna á þá í vissum samböndum. Mun þá næst liggja að athuga hvað almennt mun mega áfátt telja í tilraunum þeirra manna, sem í fullri alvöru reyna að koma til leiðar staðgóðum umbótum <i vöru- vönduninni. * * * * \

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.