Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 11

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 11
159 Samrœmi í vöruvönduninni er eitt af þeim atriðum, sem menn leggja ekki almennt nóga stund á. Petta sam- rsemi þarf eigi að eins að ná til eðlisgæða vörunnar, heldur og til verkunarinnar sjálfrar, flokkunar, útlits og umbúða. Pegar nokkur verulegur misbrestur er á ein- hverju af þessu, er það nóg til þess, að varan verður eigi talin samkynja af kaupendum. Það sem þó kemur frá sama stað, verður ekki talið sem ein vörutegund, heldur fleiri. Pó kaupen-dur vilji sjálfir fara að flokka vöruna, getur ósamræmið komið í Ijós, innan þeirrar flokkaskiptingar. Afleiðingin af þessu verður eðlilega sú: að engu er talið treystandi, en þegar traustið á vörunni vantar, kemur það tilfinnanlega niður á söluverði hennar. Þetta nauðsynlega samræmi er nú orðið þolanlegt á sum- um sjávarvörum vorum og mun hið opinbera vörumat eiga góðan þátt í því. Öðru máli er að gegna með land- vörurnar. þar er engu til kostað með mat eða eptirlit, nema lítillega hjá rjómabúunum (helzt á Suðurlandi) og svo það sem kaupfjelögin reyna, hvert innan sinna tak- marka. Pó samvinnufjelögin hafi, t. d. fallizt á sameigin- legar reglur um slátrun sauðfjár og útbúnað á útfluttu saltkjöti, þá vantar enn gersamlega allt eptirlit á því, hvernig þessum reglum er fylgt, og hvað ágengt verður með samræmið. Um samræmi í ullarverkun er beinlínis ekkert hirt; aldrei á ullarverkunina minnst, hvorki í ræðum ■ije ritum. Vjer þurfum, hið allra fyrsta, að fá eptirlits- menn eða matsmenn, að minnsta kosti á tveimur þýð- ingarmestu landvörunum sem út eru fluttar: ull og kjöti, að sínu leyti eins og nú á sjer stað um síld og saltfisk. Eptirlitið hlýtur að flýta fyrir samræminu og treysta það, þó það geti eigi orðið fullnægjandi, nema með beztu aðstoð framleiðendanna sjálfra og þeirra manna, sem veita vörunum móttöku á útskipunarstaðnum. Enn frem- ur má benda á það, að það hlýtur að auka traust kaup- enda á vörunum, ef þeir vita að þær hafa verið háðar opinberu eptirliti, af því það er svo algeng venja í út-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.