Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 15
163 Vissulega er oss (slendingum í mörgu ábótavant, og meðal þess má eigi sízt telja það, hvað vöruvöndun vor er úrelt, óalmenn og samræmislítil, því þar er um eitt þýðingarmesta atriðið að ræða í viðreisnaráttina. Vörur vorar eru fáar og þurfa ekki stórt rúm á heimsmarkaðn- um. það er þvf svo afaráríðandi að þetta litla rúm sje sæmilega skipað, til þess eptir því verði tekið, og fram- koma vor þar verði oss til gagns og sóma. Menn virðast hafa talsverðan áhuga, víða hvar, á jarð- rækt, kvikfjárrækt og verzlunarumbótum, en því er mið- ur að síðasti hiekkurinn í þessari umbótafesti, sem ætti að tengja oss einna bezt við menningarjjjóðirnar og hefja oss upp á móts við þær, hann er vanhiríur og með háskalegum ryðblettum; þessi hlekkur er vöruvönd- unin. A þjóðfjelagsbúi voru er ótal margt sem lagfæra þarf, en margt af því verður að bíða ógert, ef til vill langa lengi, af því gjaldþolið er svo Iítið og tekjur búsins svo rýrar. Almenn vöruvöndun, í sambandi við rjetta og holla verzlun er ómissandi til þess að auka gjaldþolið og tekjur búsins. Þegar menn, með almennri vöruvönd- un, eru búnir að koma afurðum landsins í gott og verðskuldað álit, þá fyrst verður, af alefli, lögð stund á framleiðsluna; fólkið unir í landinu, elskar það og legg- ur kapp á að varðveita frelsi sitt. Almenn vöruvöndun eflir siðferðisþrek þjóðarinnar og sanna menningu, álit hennar og þýðingu gagnvart öðr- um þjóðum. Almenn vöruvöndun er bráðnauðsynleg, frá hvaða hlið sem á hana er litið, til þess aó framfaravið- leitni þjóðarinnar nái því takmarki, sem hún þarf að ná, og getur náð, ef vel og einlæglega er á haldið. * * * 'Víst væri það æskilegt, og á rjettan stað sett, ef tíma- rit þetta, gæti við og við, flutt bendingar og fræðslu

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.