Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 17

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 17
165 næsta sumri. Skipaferðirnar verða tíðari og tafaminni og sum þeirra eiga að hafa kælirúm. Þetta verður að hag- nýta sem bezt, og senda það smjör, sem til fellur á hverju búi, jafnharðan og viðunanleg skipsferð fellur til útlanda og líta gaumgæfilega eptir því að smjörið lendi á hentugum stað í skipinu. Pó þetta kunni að valda ofurlitlum aukakostnaði má ómögulega í það horfa. Milli ferðanna verður að geyma smjörið sem vandlegast; jafn- óðum og það fellst til á rjómabúinu þarf að koma því fyrir á hentugum stað, þar sem það verður fyrir sem minnstum breytingum. Fyrir starfsemi rjómabúanna hafa hlutaðeigendur ef- laust tekið framförum í ýmsum greinum: reglusemi, hreinlæti og vandvirkni hefir aukizt. En það er óhætt að segja að fylgið við tekna hætti hefir eigi reynst nógu stöðugt og alvarlegt. Pað er hætt við því að menn hafi enda hopað á hæli, eptir fyrstu áreynsluna, í stað þess að sækja betur áfram, eins og brýna nauðsyn bar til. Eigi rjómabúum vorum að farnast vel, og verkun smjörs- ins að taka þeim framförum sem nauðsyn krefur, verð- ur það að vera undirstaðan að hver einstakur fjelags- maður og allir starfsmenn búsins stundi fyllstu reglu- semi, hreinlæti og vandvirkni í öllum greinum. Prátt fyrir allt það, sem ófullkomið hefir verið við smjörframleiðsluna hjer á landi, má samt telja að smjör- verðið hati, einkum síðustu árin, nálgast furðanlega það verð, sem fengist hefir, á sama tíma, fyrir bezta smjör frá t)anmörku. Þetta bendir til þess, að íslenzka smjör- ið muni vera gott í eðli sínu og verkun þess muni eigi hafa verið ýkjalangt frá rjettu horfi, eptir allri aðstöðu. Framvegis verðum vjer að leggja allt kapp á það, að nálgast sem mest hámark smjörverðsins í útlöndum. Sízt af öllu mætti það fyrir koma að verðbilið færi vaxandi frá því sem nú á sjer stað, en slíkt getur þó auðveld- lega komið fyrir, ef vjer fylgjum eigi sem bezt með tím- anum í þessari grein. — Allar þær þjóðir, sem nú 12

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.