Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 20

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 20
168 brögð að þessu, að sumar sendingar eru gersamlega ó- nýtar; borga ekki einu sinni flutningskostnaðinn. Aptur á móti getur verðið stundum orðið allhátt, þegar rjúp- urnar eru skotnar á hentugum tíma og vel stendur á markaðnum. Síðast liðinn vetur fjekkst t. d. nálægt þvi ein króna fyrir rjúpnaparið á Englandi um tima. Verkun og útbúnaður á rjúpum er ekki sjerlegt vandaverk. Það er því, optast nær, eingöngu að kenna athugaleysi og ó- vandvirkni íslendinga, þegar eitthvað fer forgörðum eða fyrir sára lítið verð af þessari vöru þeirra. þegar á mark- aðinn kemur eru rjúpurnar opt maðkaðar, sem sendar eru snemma að haustinu til, eða þá svo úldnar, að þær eru ekki boðleg vara. Ylduskemmdirnar geta einnig átt sjer stað, þó komið sje langt fram á vetur, einkum þeg- ar tíðarfarið er á þann veg, að rjúpurnar ýmist frjósa eða þiðna upp aptur. Vanalegur útbúnaður rjúpna til útskipunar er á þessa leið: Utan um hverja rjúpu er vafið loptþjettum pappír (»Rjúpnapappír«), því næst er rjúpunum vandlega raðað i kassa og talsverðu af algengu salti stráð á milli laganna. Kassarnir eru opt misstórir, hinir stærstu vigta um 100 pund, fullbúnir. Við móttökuna er það algeng regla að skoða hverja einustu rjúpu, og kasta þeim úr, sem þykja verulega óálitlegar: of gamlar frá því þær voru skotnar, úldnar, mjög blóðugar, eða með stórum holsár- um, o. s. frv. Þessi skoðun er samt svo mikið vanda- verk, að eigi er unnt að vera viss um að allt sje fellt og fágað, enda mun hún stundum hroðvirknislega af hendi leyst. Maðkalirfur geta leynst í rjúpunum, ýlda verið í byrjun og fl. athugavert, þó skoðunarmaður verði þess eigi var. Til þess að koma í veg fyrir skemmdir á rjúpum, eða sjá svo um að skemmdirnar bitni á þeim, sem hafa látið af hendi gallaðar rjúpur, eru nóg ráð, ef menn vilja almennt aðhyllast þau og fylgja þeim. Rað sem liggur beinast við í þessu efni er í stuttu máli þetta:

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.