Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 29
177
hefir verið gerður, og birtur almenningi, er fyrir árið
1905, gagnvart verzlunum á Húsavík og kemur þessi
samanburður fram í 1. árgangi þessa tímarits í ritgerð-
inni Verzlunarskýrslur«. Sjest þar ljóslega að verðmun-
urinn var þá mjög mikill, þó að um þær mundir væri
hin mesta samkeppni í verzlunarmálum. Síðan hefir verð-
munurinn naumast minnkað, öllu heldur aukizt, þó tíma-
ritið hafi eigi nægileg föng til að sýna fram á það i
greinilegu yfirliti að svo sje í raun og sannleika. Árið
1905 voru níju starfandi verzlanir á Húsavík, nú eru
þær eigi teljandi fleiri en þrjár. Það sýnist því hægurinn
hjá fyrir þá tvo kaupmenn, sem nú standa þar and-
spænis Kaupfjelaginu, að verða samtaka um vöruverðið
bæði á aðflúttu og útfluttu. Sem ofurlítið sýnishorn má
benda á rúgmjölið. Verðmunur á þessari þýðingarmiklu
nauðsynjavöru var langa lengi eigi sjerlega mikill í kaup-
fjelaginu og hjá kaupmönnum. Á síðast liðnu sumri
kostaði rúgmjölstunnan (200 pund) kr. 18.60 í kaupfje-
laginu, en hjá aðalkaupmannsverzluninni á Húsavík kost-
aði hún kr. 22.50, móti peningum eða f skuldlausa reikn-
iuga við árslok, annars 10 % meira.
Á hina hliðina sýnist auðsætt, að það verður æ óálit-
legra með hverju árinu sem líður að fela kaupmönnum
útbúnað og verzlun með aðalgjaldeyrisvörur landsmanna.
Það ætti að vera hverjum þeim manni Ijóst, sem hefir
opin augu sín og nokkuð hirðir um eigin hagsmuni.
Þessum ummælum til stuðnings má benda á það, að í
haust sem leið, var verðlag á mör og algengustu kjöt-
Úokkum hjá kaupmönnunum á Húsavík 10 — 20% lægra
en algengt var á Akureyri, en þar mun það aðallega
hafa verið Kaupfjelag Eyfirðinga, sem rjeði verðlagi á
sláturfjárafurðum.
Þegar athugaðar eru verðlagsskýrslur þær, sem tíma-
ritið hefir flutt, fyrir árin 1906—1909, er það fljótsjeð
að útlendar vörur hafa hækkað mjög að verði, einkum
allar kornvörur, og er sú verðhækkun um 20 % til jafn-