Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 38

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 38
186 Haustið 1908 var veturgamalt slaturfje 1<aupfjelagsins um 800, meðalþyngd þess þá: 38.73 pd. Dilkar voru þá um 970 og meðalþyngd þeirra: 29.90 pd. Veturgamla fjenu fækkaði til innleggs nú í haust. Fjölgun sláturfjár- ins lenti eingöngu á rýrara fjenu: dilkum og mylkum ám. Vorið 1909 var óvanalega mikið um tvílembdar ær, miklu meira en 1908 og verður að taka tillit til þess við samanburðinn. Þess ber einnig að gæta, að haustið 1908 var inndælistíð allan fjártökutímann, en í haust, sem leið, voru að eins fyrstu dagana góð veður, en úr því látlaus hrakviðri og snjókoma til dala, svo fje tepptist víða á göngu, og hefir hlotið að Ijettast til muna. Síðast liðið haust töldu menn dilka rýrari en haustinu áður, vetur- gamalt fje aptur vænna. F*að skar sig greinilega úr, 1 haust, að fje af lágafrjettum — næst sjó — reyndist venju lakar, móts við fje af hálendisafrjettum. Að slíku eru beinlínis áraskipti í Þingeyjarsýslu. það er almennt álit rnanna, að tvö síðast liðin haust hafi sauðfje reynzt með bezta móti. Menn voru vel heybirgir veturna á undan, vortíminn ekki áfellasamur og sumartíðin hagstæð. í haust sem leið sendi Kaupfjelag Pingeyinga um 2000 sauði, á fæti, til Belgíu. Peir fjelagsmenn sem áttu talsvert af sauðum ljetu fátt sláturfje, og sumir alls ekk- ert. Samtals voru það um 220 fjelagsmenn 'sem Ijetu sláturfje til kaupfjelagsins, en það verða um 13 kindur, til jafnaðar, á hvern innleggsmann. Frá þessum búum var innleggsfje 50 að tölu og þaryíir: 1. Kasthvammi.................................79 2. Hjeðinshöfða............v..................78 3. Hólum í Laxárdal.............................71 4. Húsavík (prestssetrinu) .....................59 5. Stóru-Laugum.................................55 6. Torfunesi....................................50 Milli 30 og 49 innleggskindur höfðu 9 fjelagsmenn en 20 voru þeir, sem höfðu eina til tvær kindur hver.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.