Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 42

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 42
Verzlun og samvinnufjelagsskapur, árið 1909. Flestir miinu telja þetta útlíðandi ár fremur óhagstætt fyrir verzlun landsmanna, yfir höfuð, og eiginlega að eins svo lítið vægara framhald af peningakreppu þeirri og verzlunarharðæri sem einkenndi árið á undan. Útlend- ar vörur hjeldust í líku verði og áður (eins og sjá má af verðlagsskrám tímaritsins) og aðalnauðsynjavörur lands- manna: kornvörurnar, lækkuðu eigi í verði, nema rúgur lítið eitt, en aptur á móti hækkaði verð á hveiti og fleiri matvörum. Yfir höfuð má þó segja að verzlunin hafi verið ofurlítið hagfeldari en árinu áður og veldur þar mestu um að sumar innlendar vörur hækkuðu í verði. Pó var saltfiskur lækkandi. Peningavextir voru talsvert lægri en síðast liðið ár. UII hækkaði uni og gærur viðlíka mikið, kjötverðið var líkt, og sama má segja um útflutningsfje. Smjörverðið heldur hærra. þetta veldur því að menn munu, mjög margir, hafa verzlað betur« en árinu áður, en mestu munar eflaust um það, að nú hefir farið sem optar, þegar að kréppir, þá vakna margir eins og af draumi; þeir sýna dálítið meiri varfærni í kaup- um sínum, neita sjer um fleira en var, og reyna að auka gjaldeyrir sinn á fleiri lundir en áður. Hinar mörgu og alvörugefnu áminningar um sparnað og varfærni, sem dundu að hvaðanæfa, hafa eflaust haft bætandi áhrif í mörgum tilfellum. Það herti einnig á

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.