Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 46

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 46
194 eru nú orðnir sannfærðir um það að þau auka framleiðsl- una til mikilla muna. Mönnum hefir komið það mjög vel að geta fengið peninga fyrir vöru sína, fljótt og kostnaðarlaust. Þesskonar hafa menn eigi átt að venjast, og þetta meta menn enn meira, nú í penin'gadýrtíðinni, sem enn stendur yfir. Pað er útlit fyrir, að menn dragisí meira en áður að þessum samvinnustofnunum og vilji hlynna að þeim. Slátiirfjelögiinum hefir borizt mikið verkefni undir hend- ur síðast liðið haust, þó eigi sje hægt að koma með yfirlitsskýrslu um það, að svo stöddu. Fjelög þessi gengu í nánara bandalag á þ. á. en áður átti sjer stað um samræmi í kjötverkun o. fl. og hlýtur það að hafa mikla framtíðarþýðingu fyrir fjelögin, að sameiginlegum reglum sje fylgt sem allra bezt. Því miður vantar allt eptirlit með því, og meðan svo er, má allt af búast við því að meiri og minni mistök eigi sjer stað, sem hæg- lega geta spillt árangrinum. Sláturfjelögin hafa á sumum stöðum mikil áhrif á kjötverð hjá kaupmönnum og alla innanlandskjötsölu, t. d. í Reykjavík og á Akureyri. Ressi áhrif eru eðlileg og rjettmæt, en gæta verður þess, að spenna samt bogann ekki of hátt og fara ekki verulega yfir það mark sem kjötið annars kostar gæti náð á er- lendum markaði. Sanngirni og rjettlæti á að einkenna samvinnufjelagsskapinn, og honum er ætlað að ná til allra, í trausti þeirra einkunna. Hann á aldrei að hneigj- ast að einokunarstefnunni, því þá afneitar hann sjálfum sjer og gengur í lið með þeim, sem hann er sendur til að yfirvinna. Um starfsemi Sambandskmpfjelagsins er eigi margt að segja fram yfir það, sem aðalfundur fjelagsins þ. á. skýrir frá. Það, sem sá fundur lagði mesta áherzlu á, var kjötsölumálið í heild sinni, og mun talsvert hafa greiðst úr því máli á þann hátt, sem fundurinn taldi heppilegast. Minna lítur út fyrir að ágengt verði með

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.