Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 54
202
úr greipum þeirra af viðskiptaveltu landsins, því það eru
engir smámunir. Sambandskaupfjelagið eitt hefir tekið til
sín um 40 mil. kr. af aðkeyptum og heimagerðum vör-
um. Utan við sambandið standa þó nokkur kaupfjelög
og fæst kaupfjelögin sækja allt til þess. Pá er það eigi
lítið fje, sem önnur samvinnufjelög Dana hafa handa á
milli, án þess kaupmenn komi þar nærri, svo sem þau,
er kaupa allan útlendan fóðurbætir, tilbúinn áburð og
margt fleira beint frá framleiðendunum sjálfum. Ekki
skiptir það heldur fáum mil. kr. sem danskir bændur fá
fyrir allt sitt smjör, frá útlöndum, svínakjöt, uxakjöt, egg
og fleira, en þá verzlun annast þeir algerlega sjálfir, án
þess að ónáða kaupmennina eða skjóta ábyrgðinni yfir
á þá, sem margir íslendingar telja þó enn í dag hyggi-
legast.
I Svíþjóð heíir verið vakinn mikill stormur af hálfu
smásalanna og stórkaupmannasambandsins gegn kaup-
fjelagsskapnum, sem er í miklum uppgangi þar í landi.
F’að hefir á ýmsar lundir verið reynt að hnekkja við-
gangi fjelaganna, bæði með því að útiloka þau frá því
að fá vörur í þeim og þeim stað, og jafnvel með því
að hafa áhrif á löggjöfina. Meðal annars hefir kaupmanna-
stjettin og hennar fylgifiskar reynt að útiloka fjelögin frá
öllum bankaviðskiptum. Sú viðleitni hefir borið nokkurn
árangur, svo bankarnir hafa neitað um viðskipti, nema
þá gegn óvanalegum miklum tryggingum. Allar jjessar
tilraunir hafa meira og minna misheppnast, enn sem kom-
ið er. Pær hafa haft gagnstæð áhrif við það, sem til var
stofnað. Pvergirðingsskapur bankanna hefir t. d. leitt til
þess að fjelögin hafa lagt en'n meiri áherzlu á það en
áður, að hafa viðskiptin skuldlaus og safna veltufje. Jafn-
framt þessu eru fjelögin að koma á fót sjerstæðum láns-
stofnunum, bæði af spöruðum ágóða og með því að
fjelagsmenn taka út innstæður sínar úr bönkunum ög
setja þær í sínar eigin stofnanir gegn hærri innstæðu-
vöxtum. Kappið og baráttan hefir vakið almenna eptir-