Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 56
204
Rússa 26. Marz þ. á. hjelt verzlunarráðherrann langa
ræðu um það hlutverk stjórnarinnar, að bæta fjárhags-
ástand og fjelagsskipulag alþýðunnar. Til þess að þetta
gæti orðið, benti hann verkamönnum á samvinnufjelags-
skapinn, sem auðveldasta meðalið, og Ijet jafnframt í Ijós,
að stjórnin væri fús á að styrkja þesskonar fjelagsskap,
ef hann væri laus við allan pólitískan tilgang. Framsóknar-
menn Rússa telja líklegt að bæta megi hag bændastjett-
arinnar, þar í landi, með samvinnufjelagsskap, og öll
landbúnaðarblöðin taka í sama strenginn, en auðvitað
vara þau jafnframt við því, að láta eigi pólitíkina eiga
neinn þátt í fjelagsskapnum.
Alstaðar er samvinnufjelagsmönnum það Ijóst, að þeir
þurfa.að kynna sjer hugmyndir og framkvæmdir sam-
herja sinna í öðrunr löndum. Rað fer allt af meir og
meir í vöxt, að samvinnufjelagar ferðast til útlanda i
þessu skyni. Allir telja sjer þörf á aukinni fræðslu í ein-
hverju tilliti. Einn er fremri í þessu, annar i hinu, og
allir finna það, að aukin viðkynning og þekking á á-
rangri tilraunanna styrkir traustið á hinu sameiginlega
málefni og festir bræðrabandið, að einu leyti eins og
hinar litlu tilraunir íslendinga gera, í sama efni. Norð-
menn eru ungir samvinnufjelagar. Peir byrjuðu einna
fyrst með því að senda valinn mann til útlanda til að
kynnast málinu, og þeir halda því enn við að styrkja menn
til utanfarar í sama tilgangi. Danir senda menn til Eng-
lands, og sv. frv. Ressar kynnisferðir og heimsóknir leiða
stundum til þess, að fjelögin ná í betri viðskiptasam-
bönd, optlega hvort hjá öðru. Þannig kaupir þýzka sam-
bandið osta hjá svissneska • sambandinu, te hjá hinu
enska, og sv. frv.
. II. Ýmislegft.
1. í JJoregi eru nú talin að vera 350 kaupt'jelög. Sam-
anlögð viðskiptavelta þessara fjelaga er talin 24'h mil-
kr. Árságóðinn árið 1908 samtals 1,617,700 kr. Til jafn.