Andvari - 01.01.1911, Page 7
Páll Melsteð
fæddnr 13. nóv. 1812, dáinn 9. febr. 1910.
Vorið 1844 kom út í Viðey bók ein, sem heitir
»Á g r i p a f m e r k i s a t b u r ð u m m.a n n k v n s-
s ö g u n n a r «. Hún var þýdd, aukin og kostuð at
Páli Melsteð. Bók þessi er (VIII—(—336=) 344 bls.
í 8 bl. broti, svo að það var í raun rjettri eigi lítið
í ráðist, að koma slikri bók á prent, allra síst eins
og þá stóð á á íslandi. Bókagerð var um þær mundir
mjög lítil, og engin prentsmiðja nema Viðeyjarprent-
smiðjan, og hún var fremur Ijeleg og fátækleg. Eptir
mjög miklu var eigi að vænta af tæplega 58000
manna, er þá bjuggu á íslandi, en þó hefði það mátt
vera hálfu meira en raun var á, ef landsmenn hefðu
verið vakandi, áhugasamir og framtakssamir, en því
var ekki að lieilsa. Þá var lítið annað prentað, en
hinar nauðsynlegustu guðsorðabækur, og þær voru
misjafnar að gæðum. Ekkert blað nje tímarit kom
þá út á íslandi, en íslendingar í Kaupmannahöfn
gáfu út Fjölni og Ný Fjelagsrit á þeim árum, þótt
þeir væru e:_, 1 tjölmennir.
þess skal hjer getið, að œfiágrip þetta hef jeg ritað
optir beiðni forseta Þjóðvinafjelagsins, hérra Tryggva Gunnars-
s°nar. B. Th. M.
Andvari XXXVI.
1