Andvari - 01.01.1911, Page 8
2
Páll Melsteð.
Ágrip þetta af mannkynssögunni var hin fyrsta
mannkynssaga, sem út kom á íslensku, því að kenslu-
bók Gallettis í sagnafræði er svo litil (82 bls. í 12
bl. broti) og ófullkomin i alla staði, að bún hefur
eigi þótt teljandi, fremur en »íslands saga« sú (18
bls.) eptir Jón Espólín, sem prentuð er aptan við
hana og aklrei er getið. Síðan á 13. öld böfðu ís-
lendingar gefið sig lítið að almennri sögu. Þá rit-
uðu þeir sögur nágranna sinna og þýddu bæði sögur
Rómverja og veraldarsögu úr latínu.
Þótt útkoma ágrips þessa væri heldur merkileg
nýlunda, má þó enginn ætla að það hafi vakið al-
menna eptirtekt. Slíkt megnaði fátt á íslandi í þá
daga, nema veðráttan og verslunarprísamir. En þeir
menn, sem lásu ágrip þelta, liöfðu ánægju at því
og þótti orðfærið á því óvenjulega lipurt og viðfeldið.
Páll Melsteð fjekk þá gott orð á sig hjá þessum
mönnum, og á meðal þeirra voru þeir dr. Hallgrím-
ur Seheving og dr. Sveinbjörn Egilsson, sem besta
þekking liöfðu þá á íslenskri tungu.
í Kaupmannahöfn glaðnaði yfir hinum mætustu
íslendingum, er þeir sáu Ágripið. Bæði Konráð Gísla-
son og Grímur fi’homsen rituðu ítarlega um það.
»Þó ekkert væri annað, en þessi viðleitni að koma
út einhverri nýrri og þarflegri bók«, segir Konráð í
Fjölni, »þá er það undir eins góðra gjalda vert, eink-
anlega á voru landi, þar sem þess háttar tilraunir
eru svo fágælar. Þar á ofan hefur herra Páll unnið
til þakklætis með öðru, sem ekki eralgengara; hann
hefur með orðfæri sínu húið vel í haginn fyrir þá,
er seinna kynnu að snara á íslensku einhverri mann-
kynssögu; því oss lítst orðfærið nærri komast til
jafns við það, sem besl hefur verið skráð á islensku,