Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 9
Páll Melsteð.
3
síðan máli voru var fullhnignað. Það er æíinlega
einkenni á góðu orðfæri, að þau lýti, sem á eru,
liggja laus utan á, eins og ryðið á hinum góðu sverð-
um í fornöld, og svo er einnig um orðfæri á bók
þessari«.
Konráð ritaði því næst nákvæmlega urn það og
tíndi til smátt og stórt, sem lionum þótti að vera;
mintist Páll þess með þakklæti.
Sögubók sú, sem Páll hafði lagt út, var »Histo-
riens vigtigste Begivenhedera eptir H. A. K o f o d.
Hún hafði verið notuð mikið við kenslu í Danmörku.
Á íslandi lærðu að heita má engir sögu á þeim tím-
um, nema þeir, sem gengu skólaveginn; handa þeim
hafði bók þessi verið nokkuð notuð. Páll jók hana
um þriðjung, einkum nýju söguna, og varð hún við
það miklu fróðlegri.
Hvorki Konráð nje Grímur var ánægður með
valið, en bæði var þá eigi um auðugan garð að gresja
hjá því, sem er nú á dögum, og svo mun það rjett,
sem Konráð segir »að hann hefur ekki átt kost betri
bóka á sagnalandinu«. Einnig vildi Páll velja bók,
sem almenningi væri auðskilin, en Grímur Thomsen
hefur einkum haft hina skólagengnu menn í huga,
er hann ritaði um valið á söguhók.
Páll Melsteð hafði einn um þrítugt, þá er þetta
var. Hann hjó þá að B r e k k u á Álptanesi og átti
við mikla erfiðleika að búa, því að kveldið fyrir eða
eptir þrettánda (6. janúar) um veturinn, er hann var
að þýða söguna, kviknaði eldur í tímburhúsunum á
Brekku og brunnu þau bæði til kaldra kola. Misti
liann þar alla matbjörg og lausafje, sem inni var,
nema eitthvað af sængurfötum, fáeinar guðsorðabæk-
ur og Sturlungu og Árbækurnar. Þær hafði Páll
r