Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 11
Páll Melsteð.
5
af, fyr en hann var kominn á 74. árið. I5að segir
sig því sjálft, að mikið er að segja af svo langri og
merkilegri æíi, en hjer verður að fara iljótt yflr sögu,
því að ritgjörð þessari er markað ákveðið rúm.
Páll Melsteð var af góðu bergi brotinn. For-
eldrar hans voru þau P á 1 1 Þórðarson M e 1 -
steð, sem lengst var sýslumaður en síðast amt-
maður í Vesturamtinu, og fyrri kona hans Anna
Sigriður, dóttir Stefáns amtmanns Þórarinssonar.
Páll Þórðarson var alinn upp á Melstað og tók hann
af því upp M e 1 s t e ð s-nafnið sem ættarnafn. Hann
var sonur sjera Þórðar Jónssonar á Völlum í Svarf-
aðardal og var kominn í beinan karllegg af Hrólíi
sterka Bjarnasyni.
Páll Melsteð var fæddur að Möðruvöllum í
Hörgárdal, og ólst liann fyrstu sex árin upp að Syðri
Reistará lijá Árna hreppstjóra Árnasyni, en síðan fór
liann til foreldra siilna að Ketilsstöðum á Völlum i
Fljótsdalshjeraði og var lijá þeim uns hann fór í
Bessastaðaskóla, heldur lítið undirbúinn, 1828. Það-
an útskrifaðist hann 1834 og fór þá utan til háskól-
ans. Faðir hans sagði honum að lesa lög, en hann
var góður í fornu málunum og vildi helst lesa mál-
fræði, og liugur hans hneigðist að sagnfræði og skáld-
skap, eða jafnvel guðfræði. Þó sagði hann ekkert,
því að liann tók orð föður síns sem skipun og fanst
sjálfsagt að hlýða. En bæði þetta og tvær stórar og
langar legur, sem Páll lá í á meðan hann var í
Ivaupmannahöfn, voru þess valdandi, að hann tók
eigi embæltispróf. Þó las hann mikið á meðan liann
var við háskólann, því að fróðleiksfýsn mildl vakn-
aði hjá honum þegar í bernsku og íylgdi honum til
æfiloka, og hann var ólatur maður, en hann las opt