Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 12
6
Páll Melsteð.
meira sagnfræði og fagurfræði, einkum á meðan þeir
Jónas Hallgrímsson bjuggu saman (1834—1836). Sið-
ustu árin sin í Kaupmannahöfn (1838—1840) bjó
Páll með Jóni Sigurðssyni og lágu þeir þábáðirsina
stórleguna hvor. Hvorugur þeirra tók embættispróf,
og henti slíkt þá ýmsa góða og merka drengi, þótt
þvi sje opt eigi bót mælandi. En menn þessir voru
engir slæpingjar.
Páll var dapur í huga, er hann kom til Islands
próflaus. En hann hafði í bernsku lært alla sveita-
vinnu; hafði móðir lians haldið honum mjög til
vinnu bæði vetur og sumar. Hann var ungur, þá
er hann var látinn vaka yfir túninu á vorin og gæta
búsmalans á sumrin, ánna, sem voru töluvert á ann-
að liundrað, 30 geitna og undir 20 nautgripa. Hann
sat yfir ánurn uppi í fjalli og undi því vel, því að
honum þótli gaman að sauðfje, og landslagið svo
frítt. Hann elskaði fegurð náttúrunnar og fuglana;
hann tók vel-eptir lifnaðarháttum þeirra, og lionum
þótti svo vænt um kvak þeirra og vorsöngva, að
hann söng fyrir þá aptur til þess að reyna að gleðja
þá. Hann hrekkjaði heldur aldrei neinn fugl.
Páll afrjeð nú að gerast bóndi. Hann giftist 30.
desember 1840 unnustu sinni, Jórunni Isleifs-
dóttur, dóttur ísleifs yfirdómara og síðast
dómstjóra Einarssonar (f 1836) á Brekku og
frú Sigríðar (-j- 1860), dóttur sjera Gísla Thor-
arensens, prófasts í Rangárvallasýslu. Vorið eptir fór
hann að búa á Brekku.
Páli ljet vel búskapurinn, en hann vildi vinna
íleira. Honum þótti alþýða manna á Álptanesi illa
að sjer, þótt hún væri eigi ver að sjer en víða ann-
arsslaðar þá á íslandi. Hann vildi þá gera góðverk