Andvari - 01.01.1911, Page 14
8
Páll Melsteð.
III.
Sumarið 1844 ílutti Páll Melsteð að Hjálmholli
til föður síns, er var þá sýslumaður í Árnessjrslu.
Hann misti þá móður sína um sumarið. Um vetur-
inn kendi hann piltum undir skóla og þjónaði sýslu-
unni um hríð, því að faðir hans var þá veikur.
Sumarið eptir kom alþingi saman, og var Páll
þá skrifari konungsfulllrúa og hin tvö næstu þing.
Faðir hans var því næst sldpaður í skattanefnd og
var liann þá settur sýslumaður á meðan (1845—46).
Sumarið 1846 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist
forstöðumaður prentsmiðjunnar, er þá var eign lands-
ins, og liafði útsölu á öllum forlagsbókum hennar.
Hann endurbætti prentsmiðjuna á ýmsan hátt og
kom þá fótum undir mánaðarrit, R e y k j a v í k u r-
póstinn, sem út kom í þrjú ár. Hafði Páll rit-
stjórn hans á hendi í tvö ár (og seinna í þrjá mán-
uði); en af því að honum líkaði eigi samvinnan við
IJórð Jónasson, hælti hann og ætlaði að setja á stofn
nýtt blað, sem hann nefndi Þjóðólf. Þá erhann
var að hlaupa af stokkunum hjá honum, bað Rosen-
örn stiptamtmaður hann að fara austur í Árnessýslu
og þjóna henni, af því að faðir lians yrði að fara
utan. Páll fjekk þá sjera Sveinbjörn Hallgrímsson
til þess að taka við Þjóðólíi (fyrst í nóvbr. 1848).
Páll var nú s ý s 1 u m a ð u r í sjö ár, því árið
eptir var hann settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu
og þjónaði henni til fardaga 1854 og Mýra-og Hnappa-
dalssýslu í tvö ár (1853—1855). Fyrsta veturinn
vestra var hann einn síns liðs og var þá til húsa í
Stykkishólmi, en er hann hafði fengið fjölskj'Idu sina
vestur, gat hann eigi fengið þar húsnæði. Hann bjó
þvi að Búðum í tvö ár og keypti síðan Bjarnarhöfn