Andvari - 01.01.1911, Page 16
10
Páll Melsteð.
Sigurðsson helminginn af ritgjörð hans »Um lands-
Irjettindi íslands«, sem prentuð er í Nj'jum Fjelags-
ritum 1856.
Þá er Páll kom úr siglingunni ritaði hann að
tilmælum Gríms Thomsens um 120 greinar um ís-
lenska menn og efni í y>Nordisk Konversationsleksikon«,
sem þá átti að koma úl i fyrsta sinn; voru margar
af greinum hans styttar, af því að þær þóttu of lang-
ar i samanburði við aðrar greinar. Sumstaðar var
hins vegar bætt inn í þær og eigi alt sem rjettast.
Páll var atvinnulítill, er hann kom úr sigling-
unni, og talaðist svo til vorið 1858, að hann yrði
aðstoðarmaður Baumanns sjTslumanns í Kjósar- og
Gullbringusýslu, því að hann var eigi einfær um að
gegna sýslunni. Baumann fjekk leyíi til þess að sigla
um sumarið, með því skilyrði, að hann fengi Pál til
að gegna sýslunni. Páll gekkst undir það, því að
liann grunaði ekkert. Baumann vatt sjer út úr em-
bættinu, en • Páll var síðan sýslumaður tit fardaga
1862. En á þessu tapaði Páll tveimur jörðum, því
að alt var í ólagi lijá Baumann um skatta og gjöld
af sýslunum, og Páll var of brjóstgóður maður til
þess að vera tollheimlumaður í þessum sýslum og
beita löglaki. Hann vildi heldur missa jarðir sínar.
Áður en Páll ljet af sýslumannsstörfum sótti hann
um málaílutningsmannsstöðuna við landsyíirdóminn
og var lionum veitt hún 21. janúar 1862. Hann
gegndi henni til 6. febrúar 1886, er hann var leystur
frá henni að bæn sinni.
Sem málaflutningsmaður hafði Páll Melsleð að
einu leyli meiri þýðingu en nokkur annar maður,
sem mál hefur llutt við yíirdóminn. Þá er Páll kom
að yfirdóminum var íslensk tunga þar í mestu niður-