Andvari - 01.01.1911, Side 17
Páll Melsteð.
11
lægingu. Setningaskipunin á öllu, sem þar var ritað,
var ólík öllu því, sem tíðkast í góðri íslensku, og
afbökuð orðskrípi úr dönsku lögfræðingamáli flugu
þar um eins og skæðadrífa. En Páll ritaði varnir
sínar og sóknir á fögru máli, og það hafði áhrif á
islenskuna við yfirdóminn. Hann talaði um þetta
með lagi og lipurð við þá menn, sem lilut áttu að
máli, og liann ritaði góða grein um þetta í Norðan-
íara. Þannig varð honum smátt og smátt meira á-
gengt með að bæta íslenskuna við yfirdóminn, en
nokkrum manni öðrum.
Á þessum árum var Páll Melsteð aftur riðinn
við blaðamensku. Hann var einn af þeim sjö mönn-
um, sem stofnuðu »í s 1 e n d i n g« 1860. Þeir gáfu
hann út í þrjú ár (1860—1863). Benedikt Sveinsson
var ábyrgðarmaður, en þeir Páll og Halldór Kr.
Friðriksson höfðu langmest erfiði af blaðinu. Hall-
dór las venjulega tvær prófarkir, en Páll eina, Páll
ritaði manna mest í blaðið, þar á meðal allar inn-
lendar frjettir. Blað þetta er eitthvert liið besta blað,
sem út hefur komið á íslandi alt tii þessa. Það
flutli margar fræðandi greinar. Eru sumar ritgjörðir
Páls í því svo merkar, að þær eru þess verðar, að
þær væru gefnar út til fróðleiks fyrir alþ5Tðu, svo
sem »Ferðalög manna um norðurstrendur Ameríku
og íshafið þar fyrir norðan«, »Kristniboð Davíðs Li-
vingstones í Suður-Afríku« og »Fjalla-Eyvindur«.
Eptir þetta var Páll meðritstjóri Þjóðólfs í tvö
ár (18—19. árg. 1865—1867), og ábyrgðarmaður
»Víkverja«, sem nokkrir menn í Reykjavík gáfu
út 1873—1874. Aðalmaðurinn við hann var Jón
landritari J ó n s s o n frá Álaborg. Hann ritaði lang-