Andvari - 01.01.1911, Page 18
12
Páll Melsteð.
mest í blaðið, en hann kunni eigi íslensku, og leið-
rjetti Páll alt, sem liann ritaði á þeim árum.
Páll ritaði einstaka sinnum greinar í önnur blöð,
einkum »Norðanfara« og »ísafold«, og voru sumar
þeirra merkilegar.
Páll Melsteð er hinn ritprúðasti blaðamaður, sem
ísland hefur átt. Hugur hans var víst miklu hreinni,
fegurðartilíinningin næmari og kærleikurinn rikari
en hjá nokkrum þeirra.
IV.
Páli Melsteð þótti það gott við málaflutnings-
stöðuna, að hún gaf honum tóm til lesturs. En tekjur
hafði hann sem málaílutningsmaður eigi meiri en
um 800 kr. fyr en 1878; þá voru hin föstu laun
málaflutningsmannanna hækkuð úr 500 kr. í 800 kr.
Aukatekjurnar uxu einnig nokkuð eptir þetta, eptir
því sem Reykjavík óx og starf málaflutningsmann-
anna, en Páll Melsteð kunni reyndar aldrei að selja,
og tók venjulega tífalt minni borgun en sumir mála-
flutningsmenn gera nú á dögum. En hins vegar er
það auðsætt, að hann varð að vinna sjer inn meira,
til þess að liafa ofan af fyrir sjer og sínum, þólt
hann væri hófsamur maður um alt.
Þá er Páll hafði skilað Kjósar- og Gullbringu-
sýslu af sjer og hann sá að íslendingur mundi verða
að hætta, fór hann fyrir alvöru að snúa huganum
að m a n n k y n s s ö g u n n i. Hann hafði lengi
langað til þess, að koma út á íslensku mannkynssögu
handa landsmönnum, einkum handa alþýðu. Það
var hvorttveggja, að Ágrip hans var fyrir löngu úr-
elt, og svo þótti honum það sjálfum sama sem ekkert.
Hann þóttist þó í fyrstu eigi vera fær um að rita