Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 19
Páll Melsteð.
13
sögu af eigin ramleik, og valdi því fornaldarsögu
eptir prófessor H. G. Iiohr til þess að snara á íslensku.
Jens Sigurðsson kendi hana þá í latínuskólanum og
hafði Páll enga betri hók af líkri stærð, er hann
byrjaði verkið. En hann jók hana, einltum síðasta
hlutann. Fornaldarsaga þessi kom út 1864 og
var henni mjög vel tekið af flestum, lærðum sem
leikum. Málið var óvenjulega viðfeldið og lipurt.
Bókin var því kærkominn gestur öllum þeim, sem
þótti gaman að iesa sögu.
En nú tók Páll að semja söguna eptir ýmsum
bókum. Miðaldarsaga hans kom út 1866, fyrsti
ltaflinn af nýju sögunni (1517—1648) 1868,
annar kaflinn (til 1721) 1870, þriðji kaffinn (til 1789)
1872 og 1875, fjórði kaflinn 1876 (um stjórnarbylt-
inguna) og 1883 (um Napoleon). Að lokum kom
byrjunin af fimta kaflanum 1887, saga Norðurálf-
unnar frá 1815—1830 og Norðurianda til 1848. Hann
ætlaði að lialda sögunni áfram til 1871, er friðurinn
var saminn með Þjóðverjum og Frökkum, en ýms
önnur störf, sum harðla þýðingarmikil, hindruðu
hann frá því. Stofnun kvennaskólans og öll aðsloð
Páls við Jón ritara Jónsson tók hann mjög mikinn
tíma eptir 1870. Einnig ritaði Páll á þessum árum
nýtt » Á g ri p a f m annkynssögunni?, prýði-
lega vel rilna bók, sem út kom 1878 og 1879, og
síðan hefur verið geíin út tvisvar (3. útg. 1898).
Þetla var mjög nauðsynlegt verk, því að þá var
cngin saga til á íslensku handa unglinguin og var
það hneyksli.
Öll mannkjmssaga Páls Melsteð er í sjö bindum;
þar af er fornöldin eitl og miðöldin eilt, en nj’ja
sagan fimm. Þau eru hvert tvö til þrjú hundruð