Andvari - 01.01.1911, Síða 20
14
Páll Melsteð.
blaðsíður, (nema síðasta bindið, sem eigi er lokið),
í mjög stóru broti og með drjúgu letri. Öll er sagan
yfir 1600 bls., og er hún liið mesta alþýðurit, sem
ritað hefur verið á íslensku.
Mentun almennings og allrar þjóðarinnar var
hið mesta áhugamál Páls Melsteðs. Fj'iir því samdi
hann öll sögurit sín lianda alþýðu. Hann skýrði
mest frá hinni »pólitisku« sögu, merkum mönnum
og merkum viðburðum. Svo rituðu margir góðir sögu-
menn, er hann byrjaði sögu sína; en annars minnir
hann opt á sumt liið besta í fornsögum vorum. Hann
vissi vel, að almenningur skilur þetta best og hefur
mest gaman af því. Hann ritaði lítið um menningu
og hag þjóðanna, af því að það er þyngra fyrir al-
menning, og svo ætlaðist hann til, að einhver annar
ritaði sögu þess, er mentun ykist í landinu og al-
menningur hefði fengið dálitla sögulega mentun.
Hann ritaði langítarlegast um nýju öldina, af því að
hún stendur oss næst og nauðsynlegast er fyrir oss
að þekkja hana.
Annars verður að gæla að þvi, að þá er Páll
Melsteð byrjaði að rita mannkynssögu sína fyrir ná-
lega hálfri öld, var lítið ritað um menningarsögu
mannkynsins í samanburði við það, sem nú er gert.
Rannsóknir á menningarsögu þjóðanna má segja að
byrjuðu á Norðurlöndum fyrir alvöru um 1870 til 1880,
og síðan hefur verið unnið fjarska mikið í þá átt.
V.
Fyrsta árið, sem latínuskólinn var í Reykjavík
(1846—1847), komu veikindi upp í skólanum og um-
sjónarmaður hans dó. Páll Melsleð hafði gert skól-
anum greiða sumarið áður (1846) og flutt bókasafn