Andvari - 01.01.1911, Page 21
Páll Melsteð.
15
lians frá Bessastöðum til Reykjavíkur og raðað því
upp í hyllurnar í hinu nýja skólaliúsi. Hann keypti
tvo menn og bát til flutnings þeirra, borgaði það úr
eigin vasa og tók ekkert fyrir það. Honum þótti
gaman að gera gott og hann var aldrei fjegjarn. Nú
hað stiptamtmaður hann að taka að sjer umsjón í
skólanum, því að íleslir voru hræddir við veikindin.
Páll var síðan umsjónarmaður skólans það sem eptir
var vetrarins og 1847 —1848 lika; þann vetur kendi
hann skripl í skólanum. Hann sólti þá um kennara-
embætti, en Monrad kom þá að öðrum manni, sem
einnig var próflaus, en liafði kent honum íslensku.
Atján árum siðar fjekk Bjarni .lónsson rektor
Pál Melsleð lil þess að kenna d ö n s k u í tveimur
bekkjum skólans, 3. bekk B og 3. bekk A, og kendi
Páll hana frá 1. nóvember 1866 og skólaárið út.
Næsta vetur þurfti eigi á hjálp hans að halda. En
er Bjarni rektor fjell frá, bað Jens Sigurðsson hann
að kenna d ö n s k u og 1 a n d a f r æ ð i í tveimur
bekkjum, 3. bekk A og 2. bekk (1868) og næsta vetur
var hann einnig beðinn að kenna s ö g u í tveimur
bekltjum, 3. hekk A og 1. hekk. Páll kendi síðan
dönsku í skólanum til vorsins 1873 og landafræði
alla til 1874. Eptir fráfall Jens rektors Sigurðssonar
(2. nóvbr. 1872) tók hann mestalla sögukensluna að
sjer og 1874 fjekk liann söguna alla. Hann kendi
siðan sagnfræði i öllum skólanum í 19 ár, eða til þess
er hann fjekk lausn frá kenslunni 1. október 1893.
Páll kendi venjulega 13 til 18 tíma á viku fram
lil 1880, en síðan ávalt 18 tíma. Hann fjekk 40 sk.
eða 83 aura fyrir tímann, en síðast 90 aura. Öll
»frí« voru talin frá. Mest hafði hann 480 til 490 kr.
á ári fyrir 18 tíma kenslu eða fyrir aji hluta af þvi,