Andvari - 01.01.1911, Page 22
16
Páll Melsleð.
sem faslir kennarar kenna. Launin voru eigi mikil,
en þó hafði varla nokkur maður eins mikla ánægju
af því að kenna í latínuskólanum sem Páll Melsteð.
Honum þótti unun að því að kenna. Það átti svo
vel við hann, að þótt liann færi lasinn af stað upp
i skólann, var sem öll vesöld og þreyta hyrfi úr hon-
um, er hann hafði kent í tvo eða þrjá tíma. Kensla
lians var líka miklu skemtilegri, en áður hafði tíðk-
asl í sögu og landafræði. Hann tók upp betri kenslu-
bækur i báðum þessum greinum, og sagði piltum
margt til fróðleiks. Fáir kunnu að segja smásögur
eins vel og liann. Hann var svo látlaus og alúðlegur
við pilta, sýndi þeim alla kurteisi og þjeraði þá.
Piltar voru þá kurteisir aptur á móti og lærðu af
honnm góða siði; en ef einhver kom í skólann, sem
enga manna siði kunni, þá kunni Páll líka að taka
slíkum pilti tak, ef hann þurfti á því að halda, og
þurfti hann venjulega eigi nema eilt orð eða eina
smásögu til þess að vekja sómatilíinningu lijá honum.
Alt gekk því með friði og spekt í tímum Páls. Ilann
var mjög ástsæll af pillum og færðu þeir honum
gullúr að gjöí 1891 og iluttu honum kvæði. Var
slíkt sjaldgæft á þeim árum.
Þá er Páll hafði kent í 18 ár við skólann eða
19, ef árið 1847—48 er talið með, veitti alþingi hon-
um 1800 kr. laun frá 1. janúar 1886 til þess að kenna
sögu i öllum skólanum. En nú voru 13 ár liðin frá
því, að hann sótti síðast utn kennaraembætti og þólti
of gamall. Hann var nú kominn á 74. árið og þá
eru vinnukraptarnir þrotnir hjá íleslum. En Páll var
liraustur og hjelt sjer óvenjulega vel, svo að hann
kendi enn sögu í átta ár og hætti eigi fyr, en hann
liafði nærri einn um áttrætt.