Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 23
Páll Melsteð.
17
Hann var mjög glaður yíir því, að mega gefa
sig nú eingöngu að sögunni, en það hefði verið betra
fyrir landið, að liann hefði mátt gera það fyr. Hann
ritaði eptir þetta síðasta kaflann af nýju sögunni og
N o r ð u r I a n d a s ö g u, sem út kom 1891. Honum
þótti, sem var, minkunn að því fyrir íslendinga, að
þeir skyldu ekki eiga neina sögu af frændþjóðum
sínum, og fansl því meiri nauðsyn á að bæta úr því,
en að lialda almennu mannkynssögunni áfram, enda
gerði liann sjer von um, að einhver mundi verða til
að taka að sjer siðasta áfangann af mannkynssög-
unni og ljúka við hana1). í Noregi fjekk Norður-
íandasaga Páls þann dóm, að það væri hin rjettlát-
asta Norðurlandasaga, sem til væri; enginn hefði
gert svo jafnt upp á milli þessara þriggja þjóða sem
liann; og var það satt. >
Þá er Páll hafði ritað Norðurlandasögu, lók liann
að rita »Endur m i n n i n g a r« sínar. Það er fag-
urt rit, fróðlegt og skemtilegt. Pað er eins og hinn
gamli maður sje þar sjálfur kominn og farinn að
segja sögur; svo líkt er það því, sem hann talaði.
Pað er vonandi, að það birtist á prenti, áður en
langt um líður.
Hann ritaði einnig söguágrip Kvennaskólans
(vorið 1893) og ætlaði að rita meira, bæði íleiri end-
urminningar og jafnvel halda áfram mannkynssögunni,
en nú tók sjónin að bila, svo að liann átti vont með
að lesa. Uröu mikil brögð að þessu 1894; ágerðist
það þá svo íljótt, að eigi leið á löngu áður en hann
1) Það hefur Hallgrímur Melsteð bróðir lians gert, og Bók-
mentafjelagið í Keyltjavík hefur samþykt að gefa hana út, en
■eigi gert það enn.
Anclvari XXXVI.
2