Andvari - 01.01.1911, Page 24
18
Páll Melsteð.
hætti að geta lesið. Þó gat hann skrifað sendibrjef
öðru hverju fram lil 1898. Páll hafði notað augun
mikið um dagana, og var honum þetta hinn mesti
söknuður, því að hann átti bágt með að vera iðjulaus.
Kona hans og dóttir Iásu þá fyrir hann opt og einatt,
er þær máttu þvi við koma.
Svo var Páll andlega hress og fjörugur, að hann
hefði eflaust getað unnið enn mörg ár eða töluvert
fram á tíræðisaldur að ritstörfum, ef sjónin hefði
eigi bilað.
VI.
Páll Melsteð var tvígiptur. í Endurminningum
sínum segir hann: »Jeg hefi átt því láni að fagna,
sem margir fara á mis við, að eiga hverja konuna
annari betri og merkaricc.
21. ágúst 1858 varð hann fyrir þeirri þungu sorg,
að missa Jórunni fyrri konu sína. Hún andaðist úr
taksótt, að eins 42 ára gömul. Hún var fædd 14.
maí 1816. Þau höfðu eignast átta börn, en mist
fimm þeirra kornung, og var það þeim mikill harmur.
Hið sjötta dó uppkomið. Það var Páll, sem fyr
er nefndur. Hann varð slúdent 19 vetra (1863) með
besta vitnisburði og golt mannsefni. Samsumars fór
hann til sjera Halldórs Jónssonar að Hofi í Vopna-
firði til að kenna þrernur elstu sonum hans og fleiri
unglingum skólalærdóm. Þar sýktisl hann og dó 2.
júlí 1865.
Af börnum Páls og Jórunnar lifa tvær dætur,
Sigríður, sem liefur lengi verið heilsulítif og var
jafnan hjá föður sínum, og Anna Sigríður,
kona Stefáns umboðsmanns Stephensens á Akureyri.
Á afmælisdag sinn 13. nóvember 1859 giptist