Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 25
Páll Melsteð.
19
Páll Melsteð T h o r u J o h n s s o n yngstu dóttur
Gríms amtmanns Jónssonar og konu hans
Birgitte Cecilie, að föðurnefni B r e u m, og
hjeldu þau gullbrúðkaup sitt 1909.
Síðari kona Páls gaf honum nýtt málefni að
vinna fyrir, m e n t u n k v e n n a. Að bæn hennar
tók hann 1869 að rita um það mál, eins og sjá má
af bækling þeim um »Kvennaskólann 1 Reykjavík«,
sem út kom 1907. Páll var skrifari í nefnd þeirri,
sem sett var til þess, að koma kvennaskólanum á fót;
er það eigi ofsögum sagt, að næst Thoru vann hann
langmest að því, að koma kvennaskólanum á fót.
Kona hans átti öll upptökin að því máli, og hann
hefði aldrei lagt út í það, nema fyrir eggjunarorð
hennar; en liins vegar hefði hún eigi getað komið
skólanum á stofn, ef hún hefði eigi notið liðveislu
manns sins. Pað var þá enginn sá penni til á ís-
landi, sem meiri liðsemd var að en penni Páls Mel-
steðs; en þau voru samhent í þessu sem öðru.
Alt starf Páls Melsteðs fyrir kvennaskólann og
mentun kvenna tók mikinn tíma. Eins og gefur að
skilja varð það að ganga frá þeim tima, sem hann
annars hefði getað notað til sagnaritunar. Skyldu-
störíin vanrækti hann aldrei; frá þeim mátti enginn
tími ganga.
Eptir að kvennaskóli.nn komst á slofn 1. október
1874, kendi Páll þar íslensku, sögu og landafræði
ókeypis í fjögur ár. 1878 slepti hann íslenskunni og
kendi sögu og landafræði enn í ellefu ár, en þá tók
liann 35 aura um tímann, því nú hafði hann sett
sig i stórskuldir fyrir kvennaskólann.
Petta sama ár reisti hann nýtt hús, mikið og
vandað eptir þvi, sem þá var títt, handa kvenna-