Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 26
20
Páll Melsteð.
skólanum. Það var mikið í ráðist af efnalitlum manni
á 66. árinu, en kvennaskólinn gat að öðrum kosti
engum framförum tekið.
Eptir að Páll Melsteð ljet af kenslu í kvenna-
skólanum, lijelt hann þar fyrirlestra við og við. Hætli
hann því eigi fyr en á tíræðisaldri, löngu eptir, að
hann var orðinn svo sjóndapur, að liann mátti eigi
lesa eða skrifa. Hann talaði þá optast um eitthvert
efni úr bókmentasögu íslands og stundum um himin-
geiminn og stjörnurnar; hann unni stjörnufræði engu
minna en sagnfræði.
Æfikveld Páls var hæði fagurt og langt. Hann
gat með gleði litið aptur yfir tímann, að því er sjálfan
liann snerli. Hann hafði unnið trúlega um dagana
og lengi. Hann hafði gert margfalt meira gagn en
margur, sem hærra var setlur og liafði fengið meiri
laun. Hann hafði aldrei tranað sjer fram. Hann
hafði enga þá eiginleika, sem til þess þurfti. Hann
var óframur, hógvær, kurteis og fremur feiminn að
eðlisfari. — En er hann hugsaði um ástand þjóðar-
innaf og velferð lands og lýðs, — og það gerði hann
opt alt til æfiloka, — þá fjekk það honum stundum
áhj'ggju. »Hjer vantar kærleikann, velvild lil lands
og lýðs«, ritar liann í einu hinu síðasta brjeíi sinu;
»menn sjá alstaðar sjálfan sig, en missa sjónar á
hlutnum, á efninu. Slíkt hugarfar stendur þjóð vorri
íyrir þrifum«. Til þess að evða þessari eigingirnd
fansl honum vera »eina ráðið, að hverfa aptur til
kristindómsins, gæta þess vel hvað Iíristur kennir
og reyna til að fylgja því. Heimilin þurfa að batna,
en blöðin, sem nú eru lesin víða meir og betur en
Biblían, þau bæla sannarlega ekki liugarfarið lijá
þjóð vorri«.