Andvari - 01.01.1911, Page 27
Páll Melsteð.
21
Sjálfur var Páll einlægur trúmaður og reyndi
að lifa eptir kenningu Krists. Á síðustu árum var
hann optast með hugann hjá guði.
IJað var yndi að tala við þennan góða og ó-
venjulega vel mentaða niræða öldung, og verða þess
var, hve hugur hans var hreinn, og hve víða hann
var heima. Hann var aðdáanlega fjörugur andlega,
og hjelt sjer allaf eins fram að hálftíræðu; þá fóru
kraptarnir smátt og smátt að minka. Síðari hluta
sumars 1908 varð liann hættulega veikur og lá lengi;
varð hann þá svo máttfarinn í fótunum, að hann
hafði litla fólavisl eptir það. En honutn leið vel.
Hin trygga kona hans var hjá lionum öllum stund-
um og hjúkraði honum með þeirri alúð og umhyggju,
sem henni er getin. Hann leið útaf blilt og þjáning-
arlaust, er hann var kominn á 98. árið. —
Páll Melsteð var hár maður vexti, 71 þumlungur,
áður en hann fór að ganga saman. Hann var grannur,
vel vaxinn og fremur þykkur undir hönd. Hann
var svo fríður sýnum, að orð var á því gjört á yngri
árum hæði erlendis og á íslandi. Hann var óvenju-
lega frár og mjúkur í glímu á yngri árum. Hann
var sundmaður góður og þakkaði það mest sundi í
sjó, hve heilsugóður hann varð og entist vel.
Hann var mjög góður söngmaður, hafði fögur
og óvenjulega þýð hljóð. Hann lagði töluverða stund
á söng á stúdentaárum sínum, og lærði þá að leika
á gítar (guitarre) og eitthvað dálitið á fiðlu.
Kaupntannahöfn, í byrjun maí 1911.
Bogi Th. Melsted.