Andvari - 01.01.1911, Page 30
24
Brcf Jóns Sigurðssonar
er til fróðleiks og gagns eða gamans fyrir al-
þýðu á íslandi.
Þar eð eg þykist fullviss um, að þér kunnið að
meta Þjóðvinafélagsins mikilvæga og góða tilgang,
að þér sjáið fyllilega og ljóslega, hversu á þ v í r i ð-
u r, e i n m i 11 n ú, að styrkja félagsins framkvæmdir,
og að þér munið leggja allan hug á að gjöra það í
yðar héraði svo sem yður er framast unnt, þá vil
eg leyfa mér að nefna til sérílagi nokkur atriði, sem
eg vil leiða yðar athygli að. Það er þá:
1. að styrkja til að félaginu aukist sem mestur fjár-
st-yrkur í tillögum eða gjöfum, og að tekjur þess-
ar komi sem fyrst félaginu til nota, til starfa
þeirra, sem það hefir fyrir stafni; sömuleiðis að
styrkja til, að rit þess selist sem bezt og hag-
anlegast, og verði bæði alþýðu og félaginu að
gagni.
2. að sjá um, eptir því sem færi gefst á, að Þjóð-
vinafélagið fái það sem til er óselt afNýjumFé-
lagsritum, og andvirði sem ógoldið kynni vera
fyrir seld Félagsrit, eptir því sem yður kynni
vera kunnugt.
;k að koma því til leiðar bæði beinlínis og óbein-
línis, eptir því sem þér eigið kost á, að Þjóð-
vinafélagið fái ritgjörðir í hendur, sem eru góðar
og alþýðlegar, einnig að það fái að vita óskir
merkra manna og álit um það, hvað helzt gæti
orðið gjört félagsins tilgangi til framkvæmdar.
4. Af hinni prentuðu skýrslu félagsins er yður kunn-
ugt, að fyrir forgaungu eins af fulltrúum félags-
ins hafa safnazt loforð manna víða um land til
samskota töluverðs fjárframlags lianda Þjóðvina-
félaginu. Þar eð nú félaginu þykir nauðsyn á,