Andvari - 01.01.1911, Page 31
til fulltrúa Þjóðvinafclagsins.
25
að geta fengið þetta fé í hendur til tramkvæmda
sinna, þá biðjum vér yður, að svo miklu leyti
sem þér vitið til að loforð þessi eigi sér stað í
yðar kjördæmi, að styrkja til þess á hvern hátt,
sem yður þykir hentast, að fá innkölluð þessi
hin lofuðu samskot, og sjá um að þau komist
félaginu í hendur. »
Kaupmannahöfn 10. Februar 1874
Jón Sigurðsson
p. t. forseti Pjóðvinafélagsins.
S. T.
Hra..............fulltrúi hins íslenzka I3jóðvinafélags.
II.
í almanaki Þjóðvinafélagsins er svo sagt, að rit
félagsins verði að fá til kaups hjá fulltrúunum, eða
fyrir þeirra tilstilli; þess vegna leyfi eg mér hér að
skýra yður frá, hverjum almanök félagsins eru send
í ár, til þess þér getið þar af séð, til hverra þér getið
vísað þeim, sem vilja kaupa þessi almanök, að svo
miklu leyti, sem þér fáið þau ekki sjálfur yðursend.
Svo er til ætlað, að þessir fái almanökin send
frá félaginu:
1. Stephán Eiríksson í Árnanesi (Papós) 30 exx.
2. síra Páll Pálsson á Prestbakka (Eyrarb.) 30 —
3. umboðsmaður Jón Jónsson á Höfða-
brekku (Eyrarb.) .......................30 —
4. síra Brynjólfur Jónsson í Vestmannaeyjum 20 —
5. Sighvatur Árnason í Eyvindarholti (Vest-
m.ey.)..................................30 —
(5. síra Jón Jónsson á Mosfelli í Grímsnesi
(Rvík)..................................30 —