Andvari - 01.01.1911, Síða 33
til fulltrúa Pjóövinafélagsins.
27
unarslaðar sem nefndur er (í svigum), þá verður hún
send til næsta slaðar, sem kostur er á; í Reykjavík
til varaforseta félagsins Halldórs Kr. Friðrikssonar—
2) að þessu sinni eru almanökin ekki send til kaup-
manna, nema þeirra, sem eru fulítrúar félagsins, til
þess að keppa ekki við háskólann í Kaupmannahöfn
um útsöluna, en eg bið yður, hvern um sig, að geí'a
mér visbendíngar um sérhvað það, sem þér æskið að
breylt yrði til um sendíngarnar eptirleiðis, t. d. hvort
senda skyldi hinum sömu, senda meira eða minna,
annað eins og nú, eða ekkert, senda öðrum eða
fleirum, en nú eru nefndir, o. s. frv. — 3) verðið
er ákveðið til 16 skildínga, en hér er ekki gjörl ráð
fyrir sölulaunum; þó sé eg ekkert á móti því, að
hver sem heimtar þau geti reiknað sér þau, eptir
sanngirni og venju, þar til almenn regla verður um
það samin í félaginu, eptir því sem reynslan sýnir
að hentast verði og mestur hagnaður fyrir félagið;
— 4) þar sem menn vildi fá lleiri af þessum alman-
ökum nú eða síðar, þá vil eg biðja um að fá það
sem allra fyrst að vita; eg held svo mörgum eptir,
að eg get senl þángað, sem ekki þyrfti mjög mikils
með, sumir af fulltrúunum hafa máske aflögu, og el'
miklu þyrfti við að auka, mælti prenta á ný, ef eg
fengi vissa ósk um það nú þegar i sumar; en eink-
um ríður á, að eg fengi í h a u s t að vita, hversu
mörg menn vildi fá send að vori komanda (1875).
A n d v a r i, limarit félagsins, mun verða send-
ur hinum sömu fulltrúum félagsins og almanakið,
en því færra af honum að tiltölu, sem upplagið
verður minna.
Að því er viðvíkur öðrum félagsins efnum, svo-