Andvari - 01.01.1911, Side 34
28
Bréf Jóns Sigurðssonar
sem um leifarnar af Nýjum Félagsritum o. fl., vísa
eg yður til bréfs mins 10. Februar í vetur, og fel
yður þessi mál vor allra til hinna beztu framkvæmda.
Kaupmannahöfn 10. April 1874.
Jón Sigurðsson,
p. t. forseti f’jóðvinafclagsins.
S. T. Herra............................
fulltrúa hins íslenzlta Þjóðvinafélags.
Herra............. fulltrúi hins islenzka Þjóðvinafélags.
Af Andvara, tímaiiti Þjóðvinafélagsins, er nú
komið á prent fyrsta ár, rúmar 13 arkir að stærð;
efni þess snertir bæði hin almennu réttindi Islands
(sbr. lög félagsins IV, 6. 1), þar sem það rannsakar
hina nýju stjórnarskrá, sömuleiðis hefir það inni að
halda Ijósa og greinilega á eigin reynslu byggða leið-
beiníngu um eilt hið merkilegasta og nytsamasta
jarðyrkjustarf, sem er þúfnasléttanin; eg vona einnig,
að ílestum muni geðjast bæði að bréfum Eggerts
lögmanns Ólafssonar, sem lýsa lionum og hans skoð-
unum svo ljóslega, og geta hvalt til umbugsunar og
eptirbreytni, og sömuleiðis að kvæðum þeim og hinu
öðru, sem ritið hefir að færa. — Söluverð er sett á
64 sk., er samsvarar hérumbil verði »Nýrra Félags-
rita«; sölulaun eru ekki ákveðin. Svo að öllum verði
kunnugt, hvar ritið verði að la til kaups, þá skal eg
skýra yður frá, hvernig því er skipt niður í þetta
sinn, og vona eg eplir að fá frá fulltrúunum s e m