Andvari - 01.01.1911, Síða 37
til fulltrúa F’jóðvinafélagsins.
31
hendur enn sem komið er. En þetta gefur mér til-
efni til að biðja yður að sjá svo um, að tillög fé-
lagsins verði innkölluð í tækan tíma, svo að félags-
stjórninni eða forseta verði mögulegt að gjöra þau
skil, sem lögin heimta.
Þér munuð sjálfur fara nærri um, að þetla er í
alla staði nauðsynlegt, bæði fyrir félagið allt og fram-
kvæmdir þess, en sérílagi fyrir forstöðumennina, sem
af alhuga vilja stuðla til, að félagið gæti unnið gagn
landi voru, sem mest að auðið væri.
Kaupmannahöfn 28. August 1874.
Jón Sigurðsson,
p. t. forseti Pjóðvinafélagsins.
IV.
S. T. Herra.................................
fulltrúi liins íslenzka Þjóðvinafélags.
Eins og kunnugt er, þá hafa margir föðurlands-
vinir á íslandi fyrir laungu séð, að sundrúng og sam-
takaleysi stæði mest i vegi fyrir þrifum lands vors
og þjóðar, og ef það gæli tekizt að sameina, þó ekki
væri alla, þá þó allan þorra landsmanna til. þess,
sem gott er og gagnlegt fyrir land og lýð, þá mundi
oss opnast sá framfaravegur, sem vér getum nú ein-
úngis gjört oss hugmynd um.
Þetta er tilgángur I1 j ó ð v i n a f é 1 a g s i n s, og
vili menn meta sanngjarnlega það sem fram er kotnið,
þá verða menn að játa, að ekkert félag, sem vér
þekkjum á íslandi híngað til, hefir eins lljólt og I3jóð-
vinafélagið, eða eins öfiuglega, dregið að sér þjóðlegt
all og áliuga landsmanna. Þegar félagið er búið að