Andvari - 01.01.1911, Page 38
32
Bréf Jóns Sigurðssonar
fesla ráðlag sitt, þegar það hefir fengið sér duglega
fyrirliða, og þegar landsmenn hafa lært að skilja það,
meta það og hagnýta sér það, eða vinna saman við
það, þá er enginn efi, að það mun smásaman geta
sýnt, hversu mikið afl að fólgið er hjá oss, eins og
allstaðar annarstaðar, í samlieldi og samtökum. En
vér megum ekki vera í því efni of bráðlátir; vér
megum ekki undrast yfir, þó þar komi fram hin
sömu eðlislög eins og annarstaðar, að tíð og aíl svarar
livort til annars, því meira senr aflið er, því styttri
tíma þarf það til að afreka það sein því er ætlað,
en því minna sem það er, því lengri tíma þarf það
að hafa fyrir sér. Svo er og um þjóðirnar, lítil þjóð
þarf lengri tíma til að afkasta því, sem stærri þjóð
getur afrekað á stuttum tíma. En ef aílið heldur
stöðuglega áfram, þó fítið sé, þá tekst því um síðir
að vinna það, sem því er ætlað, því dropinn holar
steininn.— Þelta skulum vér ætíð hafa hugfast i vor-
um áliugamálum.
Meðal þess, sem eg einkum tel að Þjóðvinafé-
Iagið liafi til leiðar komið árið sem leið, skal eg
nefna hinn alinenna þjóðfund á Þíngvöllum og þjóð-
liátíðarhöldin um allt land. Þíngvallafundurinn 1873
var, eins og þér vitið, haldinn fyrir hvöt Þjóðvina-
félagsins, og sömuleiðis sá, sem haldinn var í sumar
er leið. Það mun mega fullyrða, að vér eigum það
hvötum og forgaungu Þjóðvinafélagsins að þakka,
að viðtaka sú, sem konungur vor fékk á Þíngvöllum,
varð honum geðfeld og öllum Íslendíngum til sóma.
Þjóðfundir á Þíngvöllum geta verið oss til hinna mestu
nola, til að auka og eíla þjóðlegt fjör og áhuga meðal
vor, og vér ættum að bæla viðurbúníng þann, sem
nú er byrjaður þar á staðnum við þessa tvo fundi,