Andvari - 01.01.1911, Page 39
til fulltrúa Þjóðvinafélagsins.
33
þángað til vér hefðum fengið svo góðan viðurbuning
í alla slaði, sem sæmir þessum helgistað þjóðar vorrar.
Það sem næst liggur við í þessu efni, er að sjá fyrir,
að kostnaðurinn lil fundarhalds þessa og viðurbún-
íngs verði borgaður jafnóðum, livort sem menn ætl-
ast til að Þjóðvinafélagið annist um fundina, eða eigi.
Mér þykir vafalaust, að þér munið allir flnna nauð-
syn til að koma yður niður á almenna og samheld-
islega stefnu í þjóðmálum vorum, og einkum því,
hver mál nú skuli meta mest á alþíngi í sumar kemur,
og hverja stefnu taka skuli, því þar á riður augljós-
lega mest ráðiag vort og framgángur mála .vorra um
hríð, og .ef til vill um lángan tíma. Ef það verður
almennt álit, að rétt sé að halda Þíngvallafund, á-
þekkan því sem nú hefir tvisvar verið haldinn, og
með kjörnum mönnum, þá mun eins vera sjálf-
sagt, að halda undirbúníngsfundi í héruðum, að
fá sér forstöðunefnd, sem boði til fundar og standi
fyrir viðurbúníngi á samkomustaðnum, sömuleiðis
leggi nákvæmlega niður um kostnaðinn, og sjái um,
að hann verði borgaður jafnóðum. En ef þetta yrði
almennt álit manna, þá þyrfti að gjöra bráðan hug
að því, að koma þessu í í'asl og ákveðið horf.
Yður er kunnugt, að i fyrra vor kom á prent
»A 1 m a n a k hins islenzka Þjóðvinafélags um árið
1875«. Það hefir að kalla má ílogið út, þó ekki sé
enn inn komið andvirðið frá sumum, þeim sem það
var sent til. Sumir borguðu þar á móti rétt að segja
fyrir fram. Upplagið var i fyrra 2000, og mun vera
að kalla uppselt, þó eptir sé enn íáein, ef einstakir
menn kynni að vilja eignast þau. Nú i ár er búið
til prentunar almanak félagsins um árið 1876, líkt
lagað og það í fyrra, og mun upplagið verða nú
Anclvarl XXXVI. 3