Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 40
34
Bréf Jóns Sigurðssonar
2500, svo að senl verði á suma staði nokkru fleiri
en í fyrra, eptir þvi sem surnir hafa þegar beðizt,
eða kunna að æskja í vor.
Af tímariti félagsins ,Andvara‘ mun koma á prerft
,annað ár‘, með liku lagi og fyrsta heplið í fyrra.
I þessu öðru hepti mun verða auk annars ritgjörð um
fjárhagsmál Islands, er byggist á ,reikningsyíirlitum‘
þeim og .áætlunum', sem út liafa komið frá stjórn-
inni síðan 1871. Það var stakleg óheppni, að ,And-
vari‘ varð ekki sendur til vesturlands í fyrra, af því
þángað varð engin ferð héðan í allt fyrra sumar og
í haust, en nú í vor vona eg að ritið geti orðið búið og
sent heim tímanlega, ásamt með heptinu frá því í fyrra.
í þriðja lagi er von um, að félagið geti látið
prenta ritlíng nokkurn um jarðyrkju eptir Svein
Sveinsson, með uppdráttum af nokkrum helztu jarð-
yrkjuverkfærum, sem eru þénanleg hjá oss. Þessi
bæklíngur vona eg að geti orðið hentugur leiðarvísir
fyrir þá, sem vilja fara að slunda jarðræktina, þessa
lífsatvinnu lands vors, ekki af rælni, heldur af kappi
og fullri alvöru. Ekki síður mun félagið leggja alúð
á það, sem til sjávarallans heyrir og sjómanna mennt-
unar, eptir því sem tíð og efni leyfa.
Félagið keypti, eins og þér vilið, það sem til var
af Nýjum Félagsritum, og úlislandandi skuldum til
þeirra, gegn því að takast á hendur að borga það,
sem ritin voru í skuld um. Eetta er nú allskostar
borgað frá Þjóðvinafélaginu, og aptur á móti hefir
heimtazl af því, sem Félagsrilin áttu hjá ymsum,
svo mikið, sem að mestu leyti hrökk fyrir skuld ritanna,
og eg vona bráðlega fyrir henni allri, svo að Þjóð-
vinafélagið fær þá það, sem óselt er eptir af ritunum,
fyrir ekki neitt, eða svo að kalla sem ekkert. í al-