Andvari - 01.01.1911, Page 41
til fulltrúa Þjóðvinafélagsins.
35
manaki Þjóðvinafélagsins er getið um Ný Félagsrit
og verð þeirra, og ef fulltrúar félagsins vildi gángast
fyrir að koma ritunum út, og sjá um borgun þeirra
til félagsins, mætti það verða töluverður hagur.
Af því að vér vitum allir, að »auðurinn er afl
þeirra hluta sem gjöra skal«, þá leyíi eg mér að óska
þess sérílagi, að allir fulltrúar félagsins leggi sem
mesta alúð á að útvega Þjóðvinafélaginu fjárstyrk,
og senda félagsstjórninni sem fyrst það sem aflast,
svo að vér getum haft fé fyrir framan hendurnar til
þess sem gjöra þarf, eða gjöra mætti, ef efnin væri
fyrir hendi, því það mun vera yður öllum ljóst, að
með óefndum loforðum getur enginn neinu til leiðar
komið, og þó eitthvað mætti gjöra, þá vogar enginn
að bju-ja það á slilcum loforðum. Þetta leyfði eg mér
að brýna fyrir fulltrúum félagsins í fyrra, í bréfi mínu
10. Februar (4. atr.), og eg skal geta þess, að eptir
því sem eg frekast veit til, þá hefir félagið fengið svo
sem hundrað dali eða þarumbil að norðan og austan
uppí loforð þau, sem þar er getið. Það er því aug-
ljós nauðsyn, ef félagið á að geta staðizt og orðið að
tilætluðum notum, að almenn framför verði í þessu efni.
Reikníngur um ljárhag félagsins síðan um sumarið
1873 mun korna fram á alþíngi í sumar er kemur,
og verða síðan prentaður og sendur til allra fulltrúa
félagsins.
Kaupmannahöfn 8. Februar 1875.
Jón Sigurðsson,
p. t. l'orseti Þjóðvinafélagsins.
3*