Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 42
36
Bréf Jóns Sigurðssonar
V.
Til S. T. Herra......................................
fulllrúa hins islenzka Pjóðvinafélags.
Eins og yður er kunnugt, eptir því sem eg skýrði
3'ðitr frá í bréfi mínu 8. Februar í vetur, hefi eg sent
út um kring lil fulltrúa t’jóðvinafélagsins á Islandi
A 1 m a n a k félagsins fyrir 187(5, og verðsett það lil
50 aura, því það er hæði með uppdráttum og tölu-
vert stærra en ahnanakið það í fyrra, sem er sell á
35 aura að svo miklu leyti sem það er óselt. Eg
gel að öðru Ieyti skýrskolað til þess, og tekið það
fram á ný, sem eg hefi sagt í bréíi 10. April í fyrra
vor til fulltrúa félagsins. Um Andvara annað ár og
um ritling eptir Svein Sveinsson um hin helztu land-
búnaðarverkfæri get eg að öllu leyti vísað til bréfs
míns til fulltrúa félagsins 8. Februar í vetur var, að
því einu viðbættu, að þetta ár A n d v a r a, sem mun
verða fullbúið í Julimánuði er verðsett 1 krónu 35
aura, eins og fyrsta árið, en ril Sveins um L a n d-
b ú n a ð a r v e r k f æ r i, sem er með 58 uppdráttuin,
er verðsett til 1 krónu og 50 aura, og verður það
lilbúið og sent, eptir því sem færi gefst, jafnframt
þessu bréfi. Skýrsla fclagsins og reikningur fyrir
tveggja ára bilið 1873 til 1875 vona eg verði sam-
inn og lagður fyrir félagið á alþíngi í sumar, ogsíð-
an prentaður, og eg leyfi mér að vænta þess, að allir
liinir háttvirtu fulltrúar félagsins vili styrkja til þess,
hver í sinn slað, að svo geli orðið.
Til greinilegra yíirlits skal eg telja hér þau rit
Þjóðvinafélagsins, verð þeirra og tölu, sem eg vænti
að þeir fulltrúar félagsins, seni einnig eru hér lil-
greindir, fái send írá félaginu á jiessu ári: